Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

30.12.2014

Nýárskveðja frá ÍSÍ

Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Stjórn og starfsfólk Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Merry Christmas - Happy new year. Frohe Weihnachten - Gutes neues Jahr. The National Olympic and Sports Association of Iceland.
Nánar ...
29.12.2014

Íþróttamaður ársins 2014

Íþróttamaður ársins 2014 verður heiðraður þann 3. janúar nk. Sam­tök íþróttaf­rétta­manna kjósa íþróttamann ársins og hafa nú op­in­berað hvaða tíu ein­stak­ling­ar eru í efstu sæt­un­um. Einnig kjósa samtökin þjálf­ara árs­ins og lið árs­ins 2014.
Nánar ...
17.12.2014

Haustfjarnámi 1. stigs ÍSÍ lokið með frábærum árangri

Haustfjarnámi 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið. Um er að ræða almennan hluta menntunar íþróttaþjálfara sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. 40 nemendur hófu nám í september og eru það 33 sem ljúka náminu með tilskyldum árangri. Margir þeirra sem ekki náðu að ljúka námi nú munu koma aftur inn á vorönn. Nemendur eru búsettir mjög víða um landið og koma frá fjölmörgum íþróttagreinum. Í fjarnáminu er spjallsvæði þar sem nemendur deila skoðunum sínum og reynslu. Líklega hefur virkni nemenda á spjallsvæðinu aldrei verið meiri en á þessari önn. Nemendur geta þess gjarnan að loknu námi að þátttaka á spjallsvæðinu gefi þeim enn betri og víðtækari þekkingu til að takast á við hið skemmtilega starf íþróttaþjálfarans. Meðaleinkunn nemenda hefur heldur aldrei verið hærri en þessa haustönn eða 8,75. Það er von ÍSÍ að allir þjálfararnir sem luku námi 1. stigs almenns hluta nú muni halda áfram menntun sinni, bæði í almennum hluta þekkingarinnar og að sjálfsögðu í sérgreinahluta hjá viðkomandi sérsamböndum ÍSÍ.
Nánar ...
16.12.2014

Golfklúbburinn Kjölur fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ fékk endurnýjun viðurkenningar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi klúbbsins fimmtudaginn 11. desember síðastliðinn. Klúbburinn hafði skilað inn öllum tilskyldum gögnum til ÍSÍ og uppfært handbók sína þessa efnis. Það var Jón Gestur Viggósson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og jafnframt stjórnarmaður í stjórn Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti formanni klúbbsins Guðjóni Karli Þórissyni viðurkenninguna. Guðjón Karl var endurkjörinn formaður á fundinum eins og reyndar stjórnin öll. Myndin er af þeim Guðjóni Karli til vinstri og Jóni Gesti.
Nánar ...
08.12.2014

Verðlaun afhent í netratleik Forvarnardagsins

Verðlaun afhent í netratleik ForvarnardagsinsÞó að talsvert sé liðið frá Forvarnardegi forseta Íslands þá voru afhent verðlaun í netratleik verkefnisins síðast liðinn föstudag. Verðlaunaafhendingin fór fram á Bessastöðum og urðu þrjú ungmenni hlutskörpust í leiknum og fengu spjaldtölvu í verðlaun ásamt viðurkenningarskjali frá forsetaembættinu.
Nánar ...
04.12.2014

Fjölmiðlamál íþróttahreyfingarinnar

Fjölmiðlamál íþróttahreyfingarinnarÍ dag fór fram hádegisfundur um fjölmiðlamál íþróttahreyfingarinnar og var fundurinn mjög vel sóttur. Umfjöllunarefnið var fjölmiðlafulltrúi, fjölmiðlatengsl og markvisst kynningarstarf.
Nánar ...
02.12.2014

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga hefur verið opnað. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða á árinu 2014 rennur út á miðnætti mánudaginn 12. janúar 2013. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sent inn umsóknir í sjóðinn vegna þátttöku í styrkhæfum mótum.
Nánar ...
01.12.2014

Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleika 2015

Gullsamstarfsaðilar Smáþjóðaleika 2015Í dag, 1. desember, skrifaði ÍSÍ undir samstarfssamning við Gullsamstarfsaðila Smáþjóðaleikanna 2015. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ skrifuðu undir samstarfssamninga ásamt fulltrúum fyrirtækjanna.
Nánar ...
01.12.2014

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 kynnt í dag

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 kynnt í dagLukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 var kynnt í dag. Hönnuðirnir og Ólympíufararnir Elsa Nielsen og Logi Jes Kristjánsson, sem hönnuðu bæði merki leikanna og lukkudýr leikanna, kynntu lukkudýrið til leiks með því að segja frá hugmyndinni á bak við lukkudýrið og sýna teiknimyndasögu um fæðingu þess.
Nánar ...