Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

17.04.2021 - 17.04.2021

Ársþing ÍF 2021

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra verður...
13

Íþróttaþing ÍSÍ

Í 11. grein í lögum ÍSÍ er fjallað um Íþróttaþing ÍSÍ. Þar segir:

Íþróttaþing er æðsta vald um málefni ÍSÍ.

Íþróttaþing skal haldið annað hvert ár, á tímabilinu 1. mars til 1. júní. Skal það auglýst með þriggja mánaða fyrirvara og ítrekað síðar. Framkvæmdastjórn ákveður fundarstað. Kjör eða tilnefning fulltrúa til setu á íþróttaþingi fer sérstaklega fram fyrir hvert þing.

Eigi síðar en 2 vikum fyrir íþróttaþing skal senda aðilum dagskrá þingsins, reikninga, fjárhagsáætlun, tillögur sem borist hafa ásamt þeim tillögum sem framkvæmdastjórn hyggst leggja fyrir þingið.

Framlagning gagna fyrir og á Íþróttaþingi má vera á rafrænu formi, verði því við komið.

Tillögur sem óskast teknar fyrir á íþróttaþingi, skulu hafa borist framkvæmdastjórn 4 vikum fyrir þingsetningu.

Á íþróttaþingi skal kjósa 5 manna kjörnefnd og tvo til vara, sem starfar til loka næsta þings. Tilkynningar um framboð skulu berast kjörnefnd eigi síðar en 3 vikum fyrir íþróttaþing. Hafi ekki nægilegur fjöldi gefið kost á sér á þeim tíma, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn enda sé það tryggilega tilkynnt sambandsaðilum. Hafi, þrátt fyrir það, eigi borist næg framboð skal kjörnefnd hlutast til um að afla nauðsynlegs fjölda framboða.

Til að tilkynning um að framboð teljist löglegt skal eitt ólympískt sérsamband og eitt héraðssamband eða íþróttabandalag hafa lýst yfir stuðningi við það.

Kjörnefnd er eftirlitsaðili með kosningum.
 

Íþróttaþing ÍSÍ 2021

75. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið dagana 7.-8. maí 2021.

Íþróttaþing 2021 - Fyrra þingboð

Framboðsyfirlýsing til embættis forseta ÍSÍ

Framboðsyfirlýsing til framkvæmdastjórnar ÍSÍ

Bréf framboð Íþróttaþing ÍSÍ 2021

Íþróttaþing ÍSÍ 2019

74. Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í Gullhömrum Grafarholti í Reykjavík dagana 3. - 4. maí 2019.

Smelltu hér til að fá allar samþykktir frá þinginu

Ársskýrsla ÍSÍ 2019

Tölfræðirit 2017

Ársreikningur ÍSÍ 2017

Ársreikningur ÍSÍ 2018

Íþróttaþing ÍSÍ 2017 

73. Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í Gullhömrum Grafarholti í Reykjavík dagana 5.-6. maí 2017.

Smelltu hér til að fá allar samþykktir frá þinginu.

Ársskýrsla ÍSÍ 2017

Ársreikningur ÍSÍ 2016

Ársreikningur ÍSÍ 2015

Íþróttaþing ÍSÍ 2015 

72. Íþróttaþing ÍSÍ var haldið í Gullhömrum Grafarholti í Reykjavík dagana 17.-18. apríl 2015

Smelltu hér til að fá allar samþykktir frá þinginu

Ársskýrsla ÍSÍ 2015 

Tölfræðirit 2013