Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Heidursholl_Rikhardur.jpg (235255 bytes)

Ríkharður Jónsson

Ríkharður Jónsson var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ á Íþróttamanni ársins þann 30. desember 2015.

Ríkharður Jónsson er fæddur 12. nóvember árið 1929.  Frá unga aldri stundaði Ríkharður íþróttir og þá einkum knattspyrnu og gekk snemma til liðs við Knattspyrnufélag Akraness.  Hann var í fyrsta meistaraflokksliði ÍA árið 1946 þá aðeins 16 ára gamall.  Meðfram námi í Reykjavík stundaði hann knattspyrnu með Fram, en að námi loknu flutti hann að nýju á Akranes og lék með liði ÍA alla tíð síðan auk þess sem hann þjálfaði liðið um 18 ára skeið.  Árið 1946 var Ríkharður, þá 16 ára, valinn í landsliðhóp vegna leiks Íslands gegn Dönum en árið eftir lék Ríkharður sinn fyrsta landsleik aðeins 17 ára gamall gegn Norðmönnum.

Þann 20. júní 1951 lauk Íslandsmótinu í knattspyrnu karla með sigri ÍA og varð félagið fyrst liða utan Reykjavíkur til að hampa Íslandsmeistaratitli. Ríkharður Jónsson á að baki einstakan knattspyrnuferil og meðal annars má geta þess að hann lék 185 leiki með ÍA og skoraði 139 mörk. Hann hampaði sex Íslandsmeistaratitlum og lék 33 landsleiki á árunum 1946-1965, þar af var hann fyrirliði í 22 leikjum. Hann skoraði 17 mörk í landsleikjum.

Ríkharður var formaður ÍA um árabil og er nú heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Knattspyrnufélags ÍA og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.  Hann hefur verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum ÍSÍ og KSÍ auk þess sem honum hefur verið veitt fálkaorða íslenska lýðveldisins. 

Það er ÍSÍ mikill heiður að útnefna Ríkharð Jónsson í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndasíða ÍSÍ - Ríkharður Jónsson