Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
9

Ólympíuakademían

Hlutverk Ólympíuakademíunnar (IOA) er að breiða út þekkingu um Ólympíuleikana, Ólympíuhreyfinguna og þær hugsjónir sem hún byggir á.

Á hverju ári býðst ÍSÍ að senda þátttakanda/þátttakendur á tæplega tveggja vikna námskeið til Ólympíu, en námskeiðið er haldið á vegum Alþjóðaólympíuakademíunnar. Auglýst er eftir umsækjanda/umsækjendum á aldrinum 20-30 ára.

Einnig eru í boði námskeið fyrir háskólakennara á sviði íþrótta og þá er möguleiki að taka meistaranám í íþróttafræði frá Háskólanum í Spörtu með áherslu á málefni Ólympíuhreyfingarinnar. Ólympíuakademían hefur einnig boðið upp á námskeið fyrir fjölmiðlamenn.
Hjá IOA fer fram umfangsmikil fræðslustarfsemi og haldnar ráðstefnur og námskeið fyrir íþróttaleiðtoga, íþróttakennara og þjálfara, leiðbeinendur í íþrótta og æskulýðsmálum, fjölmiðlafólk o.fl.

Hér má sjá vefsíðu IOA.

Eva og Baldvin Fróði voru fulltrúar ÍSÍ á námskeiði í Ólympíu í júní 2017.

Rusl-vörn