Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
22

Hreinlæti við íþróttaiðkun

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vill að gefnu tilefni benda á  mikilvægi þess að við höldum áfram að sinna hreinlæti þrátt fyrir að vel gangi í baráttunni við Covid-19. ÍSÍ hefur látið útbúa veggspjöld, til þess að nota á netmiðlum eða til útprentunar, sem snúa að hreinlæti við íþróttaiðkun. Veggspjöldin hafa verið send á sambandsaðila ÍSÍ.

Veggspjald PDF

Skilaboðin eru:

 • Þrífum áhöld
 • Drekktu aðeins úr þínum brúsa
 • Virðum mörk annarra
 • Þvoum hendur
 • Verum heima ef við erum veik

 

Á vef covid.is má sjá upplýsingar um hvernig forðast má smit. Þú getur varið þig og aðra gegn smiti með því að fylgja þessum ráðum:

 • Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti.
 • Ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota handspritt, til dæmis þegar þú hefur notað greiðslukort eða komið við fleti sem margir snerta, svo sem hurðarhúna. Á vef landlæknis eru góðar upplýsingar um hvernig gæta má varúðar gegn sýkingum hér.
 • Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur. Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra.
 • Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög. Finndu aðrar leiðir til þess að heilsa sem ekki fela í sér snertingu.
 • Reyndu að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
 • Þrífðu oftar fleti sem eru mikið notaðir og búnað sem margir nota.
 • Forðastu að umgangast fólk sem er með einkenni sem minna á flensu.
 • Gert hefur verið myndband sem útskýrir mikilvægi handþvottar sem hluta af sóttvörnum, lengri útgáfa og styttri útgáfa.
 • Hér eru upplýsingar um kórónaveiruna á auðlesnu máli sem voru unnar af Landssamtökunum Þroskahjálp