Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Heilahristingur

Höfuðáverkar geta átt sér stað, bæði í keppni og á æfingum. En hvað ber að varast? Hvenær þarf að leita til læknis og hvenær má byrja aftur að æfa og keppa?

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands unnu í samstarfi fræðslumyndbönd tengd höfuðhöggum og heilahristingi.
 
Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, sem sjá má hér fyrir neðan. 

Hins vegar er um viðtalsmyndbönd að ræða þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér).


Ekki harka af þér höfuðhögg!- Myndband Höfuðhögg
Ekki harka af þér höfuðhögg!- Myndband Heilahristingur
 

Auka efni

Hér á vefsíðu Knattspyrnusamband Íslands er að finna leiðbeiningar eða ráðleggingar sem íþróttafólk eða þjálfarar geta nýtt sér ef um heilahristing er að ræða.
 
Alþjóðaólympíuhreyfingin ásamt m.a. FIFA hefur gefið út staðlaðar leiðbeiningar til að meta íþróttamenn sem fengið hafa heilahristing. Nefnist listinn SCAT3. Sambærilegur listi til að meta börn nefnist CHILD-SCAT3