Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Vetrarleikar - YOWG

Á Ólympíuleikum ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) er keppt í íþróttagreinum þeirra alþjóðasérsambanda sem eru með keppnisgreinar á Ólympíuleikum.
Aldur keppenda er 15-18 ára.

Fyrstu vetrarleikarnir fóru fram í Innsbruck í Austurríki árið 2012. Vetrarleikarnir standa yfir að hámarki í 9 daga. Hámarksfjöldi þátttakenda á leikunum eru 970 íþróttamenn og 580 dómarar.

Markmið leikanna er að sameina besta unga íþróttafólk heims í keppni og leik við bestu hugsanlegu aðstæður. Boðið er uppá öfluga kynningu á Ólympíuhugsjóninni og áhersla lögð á að þróa menntun og mat á ólympískum gildum auk þess að ræða um þær ógnanir sem steðja að samfélaginu í dag. Þá er markmiðið að kynna enn frekar íþróttir ungmenna og efla þátttöku í íþróttastarfi á heimsvísu.

 
Vefsíða Alþjóðaólympíunefndarinnar um leikana

Facebook-síða YOG



2016 - Lillehammer

2020 - Lausanne