Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

REGLUR ÍSÍ UM KEPPNISFERÐIR

1. grein 

Þátttakendur í ferðum á vegum ÍSÍ skulu koma fram af háttvísi við aðra aðila óháð uppruna, þjóðerni, tungumáli, litarhætti, trúarbrögðum, lífs-, stjórnmálaskoðunum, kyni, kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu, aldri, fötlun, holdarfari, heilsufari, atgervis eða annarrar stöðu. Þátttakendur skulu ávallt vera til fyrirmyndar um alla framkomu og sýna hæversku og reglusemi á leikvangi og utan. Er þeim skylt að klæðast til þess ætluðum einkennisfatnaði, þegar aðalfararstjóri ákveður.

2. grein

Æðsta vald og ábyrgð meðan á ferð stendur hefur aðalfararstjóri, sem er ábyrgur gagnvart framkvæmdastjórn ÍSÍ. Staðgengill hans er aðstoðarfararstjóri hafi hann verið valinn

3. grein

Flokksstjórar koma næstir aðalfararstjóra að völdum og bera ábyrgð gagnvart aðalfararstjóra. Þeir skulu hafa vakandi auga með hegðun sinna þátttakenda og aðvara þá telji þeir framkomu þeirra ábótavant skv. 1. grein. Ef um verulegt brot er að ræða er flokksstjóra heimilt að útiloka þátttakendur sína frá keppni eða sýningu

4. grein

Aðalfararstjóra er heimilt að senda heim þátttakendur ef þeir hafa, að hans mati, brotið verulega gegn reglum þessum.

5. grein

Þegar um verulegt brot á 1. grein þessara reglna er að ræða að áliti aðalfararstjóra getur hann tilkynnt hina brotlegu til framkvæmdastjórnar ÍSÍ og síðar, ef þurfa þykir, til dómsstóls ÍSÍ. Öðrum þátttakendum í ferð er heimilt, þegar heim er komið, að tilkynna að þeirra áliti óviðeigandi framferði þátttakenda á vegum ÍSÍ til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 

6. grein

Aðalfararstjóri og flokksstjórar skulu, hver í sínu lagi, skila skýrslu um ferðina til framkvæmdastjórnar ÍSÍ eigi síðar en 30 dögum eftir heimkomu.

7. grein

Reglur þessar, sem settar eru til að stuðla að bættum liðsanda og svo öllum ferðalöngum sé ljóst hvert hlutverk þeirra er og ábyrgð, skulu kynntar öllum þátttakendum í keppnisferðum á vegum ÍSÍ.

8. grein 

Fulltrúar ÍSÍ og aðrir sem að ferðinni standa, hafa heimild til að beita refsiaðgerðum samkvæmt lögum ÍSÍ, eftir heimkomu þátttakenda, þótt aðalfararstjóri hafi ekki notað sér heimildir 3., 4. og 5. greinar.

9. grein

Allir þátttakendur í keppnisferðum skulu undirrita samþykki um að fylgja eftir reglum ÍSÍ um keppnisferðir

Sjá má reglugerðina á pdf formi hér