Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.04.2020 - 21.04.2020

Ársþing HHF 2020

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka verður...
28.04.2020 - 28.04.2020

Árþing ÍBA 2020

Ársþing Íþróttabandalags Akureyrar verður...
28

Ísland á iði - Baráttan við sófann

Rannsóknir hafa rökstutt mikilvægi hreyfingar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði. ÍSÍ vill koma enn öflugar að heilbrigðismálum þjóðarinnar og hvetja landsmenn á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar.

Verkefnið Ísland á iði er fræðslu- og hvatningarverkefni á landsvísu ætlað almenningi á öllum aldri.

Ísland á iði í 28 daga - 30 mín á dag

Ísland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dag er facebooksíða þar sem ÍSÍ setur inn fjölbreytta hreyfingu, fróðleik, myndir, myndbönd og almenna skemmtun sem mun nýtast mörgum þær 4 vikur sem samkomubannið er við líði. Það er svo margt sem við getum gert sjálf og mikilvægt að huga að líkama og sál, alla daga, en þó sérstaklega núna. Endilega merkið myndir og myndbönd #28dagar30min og #isiiceland

Driplið - Körfuboltaæfingar

Hlaupum kringum hnöttinn

Hreyfibingó - Almennar æfingar fyrir fjölskylduna

Hreyfispilið - Skemmtilegt spil fyrir fjölskylduna

Hreyfiæfingar fyrir börn á leikskólaaldri

Hjólavottun

Íþróttasamband fatlaðra - Hreyfiáskoranir

Kennslumyndbönd - Styrk- og teygjuæfingar

Knattþrautir - Knattspyrnuæfingar

Klifurfélag ÍA - Að hanga heima

Lesum saman

November project Iceland - Æfingar kl.6:30 á morgnana

Aukin hreyfing í daglegu lífi

Vegna tæknivæðingar og þjóðfélagsbreytinga síðustu áratuga er hreyfing ekki lengur jafn ómeðvitaður hluti af daglegu lífi margra eins og var. Hreyfing er eitthvað sem fólk þarf að vera sérstaklega meðvitað um og þar með gera ráð fyrir í dagsskipulaginu. Það þarf að taka ákvörðun um að hreyfa sig og það sem reynist oft erfiðara, að framfylgja ákvörðuninni.

Í stuttu máli benda rannsóknir til að öll skynsamleg hreyfing sé betri en engin hreyfing. 

Hjólreiðar, góð leið til heilsubótar

Hlaup, góð leið til heilsubótar

Sund, góð leið til heilsubótar

Kraftganga, góð leið til heilsubótar

Stafganga, góð leið til heilsubótar

 

Almennar hreyfiráðleggingar:

  • Fullorðnir hreyfi sig með miðlungsákefð eða mikilli ákefð í minnst 30 mínútur daglega.
  • Börn og unglingar hreyfi sig með miðlungsákefð eða mikilli ákefð í minnst 60 mínútur daglega.

Miðlungsákefð er t.d. rösk ganga, garðvinna, heimilisþrif, sund og hjólreiðar, leikfimi.
Mikil ákefð er t.d. fjallganga, skokk, hlaup, flestar íþróttir stundaðar með árangur í huga.
 

Veldu hreyfingu í stað hreyfingarleysis í daglegu lífi:

  • Vertu ávallt vakandi fyrir því að velja hreyfingu fram yfir hreyfingarleysi.
  • Takmarkaðu bílanotkun eins og mögulegt er t.d. með því að ganga eða hjóla í staðinn.
  • Ef þú notar strætó, farðu út t.d. tveimur stoppistöðum fyrr eða síðar en þú ætlaðir.
  • Ef þú ert á bíl, leggðu honum góðan spöl í burtu frá áfangastað og njóttu þess að ganga það sem eftir er á áfangastað.
  • Notaðu stigann í stað lyftu eða rúllustiga.
  • Varaðu þig á sófanum. Þeir sem hreyfa sig reglulega hvílast betur og eru orkumeiri en þeir sem henda sér beint upp í sófa. Líkamleg þreyta hjálpar til við að losa um andlega þreytu eftir amstur dagsins. 
  • Ef þú átt börn, mundu að þú ert afar mikilvæg fyrirmynd sem hefur mikil áhrif á hversu mikið þau hreyfa sig. 
  • Takmarkaðu frítíma sem varið er í kyrrsetu s.s. við tölvu- og sjónvarpsskjá (bæði hjá þér og börnunum) og stundaðu reglulega hreyfingu s.s. göngu, skíði eða hjólreiðar. Það er ekki verra ef þú nærð að fá aðra fjölskyldumeðlimi með, tilvalið tækifæri til að eiga gæðastund með fjölskyldunni.