Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

28.05.2021

ÍA með konur í efstu embættum í fyrsta sinn

ÍA með konur í efstu embættum í fyrsta sinnÞann 25. maí síðastliðinn var 77. ársþing ÍA haldið. Þangað mættu 26 þingfulltrúar frá 13 aðildarfélögum. Gestir mættu frá ÍSÍ, UMFÍ, bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra og sviðstjóra Skóla og frístundarsviðs. Þingið var hefðbundið ársþing og dagskrá samkvæmt lögum.
Nánar ...
26.05.2021

"Handbókin heldur utan um öll helstu atriði sem skipta máli fyrir íþróttafélag"

"Handbókin heldur utan um öll helstu atriði sem skipta máli fyrir íþróttafélag"Skíðafélag Akureyrar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 25. maí síðastliðinn. Félagið hefur unnið að þessari viðurkenningu í allnokkurn tíma og er hér með orðið eitt af fjölmörgum félögum innan ÍBA sem fengið hafa viðurkenninguna undanfarna mánuði.
Nánar ...
25.05.2021

Bergrún endurkjörin formaður DSÍ

Bergrún endurkjörin formaður DSÍÁrsþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2021 var haldið 21. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu var skýrsla stjórnar lögð fram, reikningar lagðir fram og samþykktir, sem og fjárhagsáætlun. Góðar og gagnlegar umræður sköpuðust svo um málefni dansíþróttahreyfingarinnar.
Nánar ...
21.05.2021

Þórey Edda 1. varaforseti ÍSÍ

Þórey Edda 1. varaforseti ÍSÍFyrsti fundur nýkjörinnar framkvæmdastjórnar ÍSÍ var haldinn í gær, 20. maí, í höfuðstöðvum ÍSÍ. Á fundinum samþykkti stjórnin skipan í embætti framkvæmdastjórnar.
Nánar ...
20.05.2021

Ársþing HSV, íþróttaskólinn rómaður!

Ársþing HSV, íþróttaskólinn rómaður!Héraðssamband Vestfirðinga hélt ársþing sitt á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði miðvikudaginn 19. maí síðastliðinn. Þingforseti var Jens Kristmannsson og stýrði hann þinginu af röggsemi.
Nánar ...
18.05.2021

Fréttatilkynning ÍSÍ varðandi bólusetningar

Fréttatilkynning ÍSÍ varðandi bólusetningarÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. ​
Nánar ...