Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
1

29.08.2013

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppni

Hjólum í skólann - framhaldsskólakeppniHjólum í skólann er nýtt verkefni á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ þar sem framhaldsskólar landsins keppa sín á milli um að nýta virkan ferðamáta sem oftast í og úr skóla. Hjólum í skólann fer fram í fyrsta skipti dagana 16. - 20. september 2013 í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna, en stefnt er að því að keppnin verði árviss viðburður á samgönguviku. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hafkvæmum samgöngumáta. Hjólum í skólann er samstarfsverkefni ÍSÍ, Hjólafærni á Íslandi, Embætti Landlæknis, Reykjavíkurborgar, Samgöngustofu og Sambands Íslenskra framhaldsskólanema. Samstarfshópur varð til um verkefnið af frumkvæði Hjólafærni á Íslandi
Nánar ...
28.08.2013

Sumarfjarnámi 1. stigs lokið með frábærri þátttöku!

Sumarfjarnámi 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið með frábærri þátttöku verðandi eða starfandi þjálfara á öllum aldri. Alls hófu 45 nemendur námið og komu þeir frá fjölda íþróttagreina og eru búsettir víða um land. Mikið og lærdómsríkt spjall var á spjallsvæði námsins allan tímann. Það er von ÍSÍ að nemendur standi nú mun betur að vígi hvað varðar íþróttaþjálfun og áframhaldandi nám í þjálfaramenntun.
Nánar ...
28.08.2013

Göngum í skólann hefst 4. september

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í sjöunda sinn miðvikudaginn 4. september næst komandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann. Á vef Samgöngustofu má lesa frétt um mikilvægi þess að kenna börnum á umferðina, en þar eru meðal annars talin upp 10 góð ráð sem mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn hafi í huga og fræði börnin sín um. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi voru 63 skólar skráðir til leiks og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt gegnum árin, en fyrsta árið voru þátttökuskólar 26. Þeir skóla sem ætla að taka þátt í Göngum í skólann þurfa að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á orvar@isi.is í síðasta lagi í dag, miðvikudaginn 28. ágúst. Ekkert kostar að skrá sig. Að Göngum í skólann verkefninu standa eftirtaldir aðilar: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Heimili og skóli og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Nánar ...
16.08.2013

Heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

Almenningsíþróttasvið ÍSÍ hefur það meðal annars að markmiði að efla hreyfingu og heilbrigða lífshætti hjá landsmönnum á öllum aldri. Helstu verkefni sviðsins veturinn 2013 – 2014 eru: Göngum í skólann, hvatning til grunnskóla sem stendur yfir frá 4. september – 3. október. Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fer fram í fyrsta skipti dagana 16. – 20. september í tengslum við Evrópsku samgönguvikuna sem stendur yfir frá 16. – 22. september. Lífshlaup framhaldsskólanna fer fram í annað skiptið dagana 3. – 16. október. Vinnustaða- og grunnskólakeppni Lífshlaupsins hefst 5. febrúar, Hjólað í vinnuna verður ræst 7. maí og Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í júní en Kvennahlaupið verður 25 ára árið 2014. Nánari upplýsingar um verkefnin má finna á heimasíðum þeirra og hér á heimasíðu ÍSÍ undir Almenningsíþróttasvið.
Nánar ...