Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

30.03.2022

Góð þátttaka í þingi USVS

Góð þátttaka í þingi USVSÁrsþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) fór fram á Hótel Laka 29. mars. Góð mæting var á þingið en þar komu saman 27 þingfulltrúar, auk gesta. Það ríkir góð samheldni í íþróttahreyfingunni á svæðinu og lá tilhlökkun í loftinu um komandi sumar með tilheyrandi íþróttastarfi.
Nánar ...
29.03.2022

Samhugur á þingi FRÍ

Samhugur á þingi FRÍÁrsþing Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) fór fram á Selfossi um síðastliðna helgi. Mikill samhugur er í frjálsíþróttahreyfingunni um að koma sterk undan kórónuveirufaraldrinum og horfa fram á veginn.
Nánar ...
29.03.2022

Hlín sæmd Gullmerki ÍSÍ

Hlín sæmd Gullmerki ÍSÍHlín Bjarnadóttir fimleikadómari var sæmd Gullmerki ÍSÍ á uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands 17. mars sl. fyrir störf í þágu fimleika á Íslandi.
Nánar ...
25.03.2022

Fræðslufyrirlestur um karlmennnskuna

Fræðslufyrirlestur um karlmennnskunaÍþrótta- og Óympíusamband Íslands, Íþróttabandalag Akureyrar, Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri eru í samstarfi um reglulega fræðsluviðburði fyrir íþróttahreyfinguna á Akureyri og nágrenni. Í gær, fimmtudaginn 24. mars var Þorsteinn V. Einarsson kennari og kynjafræðingur með fyrirlestur sem hann nefnir „Karlmennskan“ í stóra sal Háskólans á Akureyri.
Nánar ...
24.03.2022

EYWOF - Júlía Rós keppti á listskautum

EYWOF - Júlía Rós keppti á listskautumEin keppnisgrein var á dagskrá hjá íslenska hópnum í gær. Júlía Rós Viðarsdóttir keppti í stuttu prógrammi á listskautum. Júlíu Rós gekk mjög vel á ísnum, lenti í 19. sæti af 31 keppenda og hlaut 40.52 stig sem er persónulegt met hennar á alþjóðlegu móti.
Nánar ...
23.03.2022

Magnús áfram formaður LSÍ

Magnús áfram formaður LSÍÞann 20. mars síðastliðinn fór ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Nokkrar breytingar urðu á stjórn sambandsins. Magnús B. Þórðarson var endurkjörinn sem formaður, Árni Rúnar Baldursson steig til hliðar sem varaformaður og tók við stöðu ritara af Jens Anda Fylkissyni. Helga Hlín Hákonardóttir var kosin varaformaður sambandsins.
Nánar ...
23.03.2022

Nýr formaður hjá SÍL

Nýr formaður hjá SÍLSíðastliðinn sunnudag fór 49. Siglingaþing Siglingasambands Íslands (SÍL) fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ekki lágu margar tillögur fyrir þinginu en fram fóru hefðbundin þingstörf.
Nánar ...
23.03.2022

Ársþing GLÍ

Ársþing GLÍ58. ársþing Glímusambands Íslands (GLÍ) fór fram í Leifsbúð í Búðardal laugardaginn 19. mars sl. Sterk hefð er fyrir glímuiðkun á svæði Ungmennasambands Dalamanna og N-Breiðfirðinga, innan Glímufélags Dalamanna þar sem margir góðir glímuiðkendur hafa tekið sín fyrstu spor í íþróttinni.
Nánar ...