Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Hlín sæmd Gullmerki ÍSÍ

29.03.2022

 

Hlín Bjarnadóttir fimleikadómari var sæmd Gullmerki ÍSÍ á uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands 17. mars sl. fyrir góð störf í þágu fimleika á Íslandi.

Hlín var landsliðskona í áhaldafimleikum en síðar þjálfari í greininni og er nú einn af bestu dómurum landsins í íþróttinni. Hlín hlaut þann mikla heiður að vera valin til dómarastarfa á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrra en hún hefur einnig starfað sem dómari á Evrópuleikum og Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, svo eitthvað sé nefnt. Hlín var allt í öllu í undirbúningi og framkvæmd fimleikakeppninnar á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 2015, sem tókst afar vel. Hún hefur lagt mikla vinnu í fræðslumál Fimleikasambandsins í gegnum tíðina ásamt því að starfa í nefndum á vegum sambandsins.

Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ afhenti Hlín heiðursviðurkenninguna á uppskeruhátíðinni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Mynd/FSÍ.