Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

28.09.2012

Kaflaskil í upplýsingastreymi

Það er vert að óska íþróttahreyfingunni á Íslandi til hamingju með nýja heimasíðu ÍSÍ. Það er von mín og vissa að þessi kaflaskil leiði til bætts upplýsingastreymis innan hreyfingarinnar, meiri og betri fréttaflutnings til almennings og síðast en ekki síst betri þjónustu við sambandsaðila, aðildarfélög, einstaklinga og aðra þá sem íþróttahreyfingin sinnir.
Nánar ...
26.09.2012

Lífshlaup framhaldsskólanna

Í dag er lokadagur til þess að skrá skóla til leiks í Lífshlaupi framhaldsskólanna. Hægt verður að skrá þátttakendur til leiks allt til lokadags eða til 16. október. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við embætti landlæknis og í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóla stendur fyrir Lífshlaupi fyrir framhaldsskóla sem fram fer dagana 3.-16. október næstkomandi.
Nánar ...
24.09.2012

Fundur norrænna íþróttasambanda og ólympíunefnda

Fundur norrænna íþróttasambanda og ólympíunefndaÁrlegur fundur norrænna íþróttasambanda og ólympíunefnda var haldinn á Hótel Örk í Hveragerði dagana 13.-16. september sl. Fulltrúar mættu frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Grænlandi, Færeyjum og Álandi. Almenn ánægja var með fundinn en þar voru rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál íþrótta- og ólympíuhreyfingarinnar á Norðurlöndum.
Nánar ...
24.09.2012

ÍSÍ semur við Advania

ÍSÍ semur við AdvaniaÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur samið við Advania um viðamikla rekstrarþjónustu og útvistun á sviði upplýsingatækni. Um er að ræða hýsingu og rekstur Advania á skrifstofukerfum ÍSÍ og vefþjónum Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Nánar ...
20.09.2012

Vel sótt fararstjóranámskeið á Akureyri

ÍSÍ bauð upp á fararstjóranámskeið á Akureyri miðvikudaginn 19. september síðastliðinn í samstarfi við ÍBA. 20 aðilar sóttu námskeiðið og komu þeir frá hinum ýmsu aðildarfélögum ÍBA.
Nánar ...
20.09.2012

Tilnefning til samgönguviðurkenningar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er tilnefnd til samgönguviðurkenningar Reykjavíkurborgar sem veitt verða í fyrsta sinn. ÍSÍ var tilnefnt í flokki félagasamtaka vegna verkefnanna Göngum í skólann og Hjólað í vinnuna.
Nánar ...
19.09.2012

Fararstjóranámskeið á Akureyri

ÍSÍ býður upp á námskeið fyrir fararstjóra í íþróttaferðum á Akureyri miðvikudaginn 19. september í samstarfi við ÍBA. Þátttaka er öllum heimil án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir en námskeiðið mun fara fram í íþróttamiðstöðinni að Glerárgötu 26 kl. 17.30-19.00.
Nánar ...
18.09.2012

Hjólum til framtíðar

Ráðstefnan Hjólum til framtíðar 2012; rannsóknir og reynsla, verður haldin í Iðnó föstudaginn 21. september. Í ár er áherslan á það sem efst ber á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi. Rannsókn um Hjólreiðar á köldum svæðum er eitt lykilerinda ráðstefnunnar.
Nánar ...
17.09.2012

Hjólað í skólann

Hjólað í skólannÍ tengslum við Evrópska samgönguviku (16. til 22. september) eru nemendur og starfsmenn allra framhaldsskóla hvattir til að hjóla í skóla/vinnu á morgun, þriðjudaginn 18. september.
Nánar ...
12.09.2012

Júdódeild Njarvíkur fyrirmyndardeild ÍSÍ

Júdódeild Njarvíkur fyrirmyndardeild ÍSÍJúdódeild Umf. Njarðvikur fékk viðurkennningu sem fyrirmyndardeild ÍSÍ á foreldrafundi deildarinnar fimmtudaginn 6. september síðastliðinn. Það var Sigríður Jónsdóttir formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti Björgvini Jónssyni formanni júdódeildarinnar viðurkenninguna ásamt fána fyrirmyndarfélaga.
Nánar ...
12.09.2012

Haustfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun!

Haustfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst mánudaginn 8. október næstkomandi. Námið er öllum opið sem lokið hafa grunnskólaprófi. Um er að ræða 8 vikna nám sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Það er allt tekið í fjarnámi og skila nemendur verkefni vikulega og taka auk þess þrjú krossapróf.
Nánar ...
10.09.2012

Ljós í þjóðarsálina

Nú þegar þetta er ritað er annasöm helgi að baki þar sem íslensk landslið hafa staðið í ströngu og borið hróður lands og þjóðar um víða veröld. Tímamótasigur karlalandsliðsins í knattspyrnu á Norðmönnum virðist vera í takt við áralangt og skipulagt uppbyggingarstarf innan Knattspyrnusambands Íslands, og góður leikur karlalandsliðsins í körfuknattleik markar vonandi spor í sömu átt eftir fjarveru frá Evrópukeppni landsliða um skeið.
Nánar ...