Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Lífshlaup framhaldsskólanna

26.09.2012

Í dag er lokadagur til þess að skrá skóla til leiks í Lífshlaupi framhaldsskólanna. Hægt verður að skrá þátttakendur til leiks allt til lokadags eða til 16. október.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við embætti landlæknis og í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóla stendur fyrir Lífshlaupi fyrir framhaldsskóla sem fram fer dagana  3.-16. október næstkomandi.
 
Lífshlaupið er kjörið verkefni til að hvetja nemendur og starfsfólk til að auka sína hreyfingu í frístundum og við val á ferðamáta. Skráning og nánari upplýsingar er að finna hér.