Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Vel sótt fararstjóranámskeið á Akureyri

20.09.2012

ÍSÍ bauð upp á fararstjóranámskeið á Akureyri miðvikudaginn 19. september síðastliðinn í samstarfi við ÍBA.  20 aðilar sóttu námskeiðið og komu þeir frá hinum ýmsu aðildarfélögum ÍBA.  Gústaf Adólf Hjaltason úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fyrirlesari og fór yfir þá fjölmörgu þætti sem hafa þarf í huga varðandi hlutverk fararstjóra í keppnis- og æfingaferðum á vegum íþróttahreyfingarinnar, bæði innanlands og erlendis.  Allir þátttakendur fengu skjal frá ÍSÍ með staðfestingu á þátttöku að námskeiðinu loknu.

ÍSÍ mun að öllum líkindum bjóða upp á fleiri námskeið í fararstjórn enda þátttakendur almennt ánægðir með námskeiðin og það efni sem farið er í.

Frekari upplýsingar um námskeiðin veitir Viðar Sigurjónsson sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.