Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Haustfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun!

12.09.2012

Haustfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst mánudaginn 8. október næstkomandi.  Námið er öllum opið sem lokið hafa grunnskólaprófi.  Um er að ræða 8 vikna nám sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Það er allt tekið í fjarnámi og skila nemendur verkefni vikulega og taka auk þess þrjú krossapróf.  Námið samsvarar ÍÞF 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið í báðar áttir.  Þátttökugjald er kr. 25.000.- og eru þá öll námsgögn innifalin en þau eru send á heimilisföng þátttakenda.  Við skráningu þarf að koma fram fullt nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og netfang.  Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ og fyrirkomulag fjarnámsins gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.