Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

30.11.2017

Vetrarólympíuleikarnir 2026

Vetrarólympíuleikarnir 2026 Fjölmargar borgir hafa sótt um að halda leikana. Sion í Sviss, Innsbruck í Austurríki, Stokkhólmur í Svíþjóð, Calgary í Kanada og Sapporo í Japan eru á meðal þeirra borga sem hafa áhuga á að halda leikana.
Nánar ...
29.11.2017

Ársþingi GSÍ lokið

Ársþingi GSÍ lokiðÁrsþing Golfsambands Íslands var haldið laugardaginn 25. nóvember sl. í Laugardalshöll. Haukur Örn Birgisson verður áfram forseti sambandsins en hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2013. Fjórir gengu úr stjórn að þessu sinni og voru því fjórir nýjir stjórnarmenn kjörnir inn í stjórn sambandsins.
Nánar ...
29.11.2017

Lyfjaeftirlit ÍSÍ - My Moment

Lyfjaeftirlit ÍSÍ - My MomentNýlega var opnuð vefsíða sem ber heitið My-Moment. Um er að ræða átak tileinkað íþróttafólki sem ekki hefur haft rangt við á sínum íþróttaferli og eiga rétt á sínu augnabliki í íþróttaheiminum, hvort sem er á æfingum, í keppni eða á verðlaunapalli. Hreint íþróttafólk vill hreina keppni. Mikilvægt er fyrir íþróttaheiminn að standa vörð um þessi augnablik íþróttafólks og berjast gegn lyfjamisnotkun í íþróttum.
Nánar ...
28.11.2017

Smáþjóðaleikar 2019 í Svartfjallalandi

Smáþjóðaleikar 2019 í SvartfjallalandiNæstu Smáþjóðaleikar fara fram í Svartfjallalandi í júní 2019. Svartfjallaland tók þátt í fyrsta sinn á Smáþjóðaleikunum árið 2011 og er nú í fyrsta sinn gestgjafi leikanna. Smáþjóðaleikarnir 2019 í Svartfjallalandi verða settir 27. maí og verður þeim slitið þann 1. júní. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsar íþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, boules, blak og strandblak.
Nánar ...
27.11.2017

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga

Opið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélagaOpnað hefur verið fyrir umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga. Frestur til að skila inn umsóknum er til miðnættis 10. janúar 2018. Ekki verður hægt að taka við umsóknum eftir þann tíma. Umsóknir eru sendar í gegnum rafrænt umsóknarsvæði sjóðsins
Nánar ...
24.11.2017

Líney Rut kjörin í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC)

Líney Rut kjörin í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC)Rétt í þessu var Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ kjörin í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), fyrst Íslendinga. Líney Rut var kjörin í stjórnina til næstu fjögurra ára. Stjórnin telur 16 manns í heildina; forseta, varaforseta, ritara og gjaldkera og 12 meðstjórnendur.
Nánar ...
23.11.2017

Úlfur tilnefndur í Siðanefnd Alþjóðasiglingasambandsins

Úlfur tilnefndur í Siðanefnd AlþjóðasiglingasambandsinsÁ þingi World Sailing eða Alþjóðasiglingasambandsins sem fram fór í Puerto Vallarta í Mexíkó nú i nóvember, tilnefndi framkvæmdastjórn sambandsins Úlf H. Hróbjartsson, fyrrum formann Siglingasambands Íslands og meðlim í framkvæmdastjórn ÍSÍ, í Siðanefnd sambandsins (Ethics Commission).
Nánar ...
22.11.2017

Fróðleikur á netinu

Fróðleikur á netinu Á fjölmörgum vefsíðum má finna skemmtilegan fróðleik, nám og kennsluefni sem hentar íþróttafólki og þeim er starfa í tengslum við íþróttir.
Nánar ...
21.11.2017

Kjartan Ágúst ráðinn til Badmintonsambandsins

Kjartan Ágúst ráðinn til BadmintonsambandsinsKjartan Ágúst Valsson, viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Badmintonsambands Íslands (BSÍ). Kjartan er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, af fjármálasviði, árið 2010. Hann byrjaði að æfa badminton hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar 14 ára gamall.
Nánar ...
20.11.2017

Kynjaskipting í stjórnum

Kynjaskipting í stjórnumÁ Formannafundi ÍSÍ föstudaginn 17. nóvember sl. kom forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, inn á mikilvægi jafnréttis i íþróttahreyfingunni, bæði í íþróttum og stjórnunarstörfum. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sett það markmið að fyrir árið 2020 verði a.m.k. 30% stjórnarmanna í öllum stjórnum innan IOC konur.
Nánar ...
20.11.2017

UMSK 95 ára

UMSK 95 áraUngmennasamband Kjalarnesþings var stofnað 19. nóvember 1922 og átti því 95 ára afmæli í gær. Sambandið er með höfuðstöðvar sínar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og var öllu starfsfólki í miðstöðinni, sem og starfsfólki UMF'I, boðið upp á kaffi og afmælisköku í morgun í tilefni gærdagsins. UMSK er síungt samband þrátt fyrir háan aldur enda nær starfssvæði sambandsins yfir fjölmenn byggðarlög með fjölda iðkenda.
Nánar ...