Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

8

30.04.2019

74. Íþróttaþing ÍSÍ 2019

74. Íþróttaþing ÍSÍ 201974. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík 3.- 4. maí nk. Íþróttaþing ÍSÍ er æðsti vettvangur íslenskrar íþróttahreyfingar. Þingsetning verður föstudaginn 3. maí og hefst kl. 15:00. Fyrir þinginu liggja 24 tillögur frá framkvæmdastjórn ÍSÍ og sambandsaðilum og má búast við starfasömu þingi. Öll þinggögn má finna hér á vefsíðu ÍSÍ og tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið má sjá hér. Alls eiga 108 fulltrúar sérsambanda og 108 fulltrúar íþróttahéraða fullan seturétt á þinginu, en auka þess eiga 18 íþróttahéruð rétt á einum áheyrnarfulltrúa til viðbótar, og er það breyting frá fyrri þingum. Þingfulltrúafjölda má sjá hér. Kosningar til framkvæmdastjórnar ÍSÍ fara fram á laugardeginum 4. maí og gert er ráð fyrir að Íþróttaþinginu ljúki á laugardagseftirmiðdag. Fyrirkomulag þingsins má sjá hér.
Nánar ...
29.04.2019

GDPR fyrir íþróttahreyfinguna

GDPR fyrir íþróttahreyfingunaNý persónuverndarlöggjöf (GDPR) hefur tekið gildi á Íslandi. Með tilkomu hennar eru lagðar nýjar skyldur og kröfur á félagasamtök og fyrirtæki og er íþróttahreyfingin ekki þar undanskilin. Gerð er krafa um að öll sérsambönd, íþróttahéruð og aðildarfélög haldi skrá (vinnsluskrá) um alla vinnslu persónuupplýsinga innan viðkomandi einingar og einnig þarf að vinna áhættumat og úrbótaáætlun, ef nauðsyn er talin. Gerð er krafa um að allir ábyrgðaraðilar setji sér gilda Persónuverndarstefnu eða fræðslu til einstaklinga með öðru móti, sem unnið er eftir.
Nánar ...
24.04.2019

Nýr formaður hjá HHF

Nýr formaður hjá HHFÁrsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka fór fram á Hópinu í Tálknafirði 10. apríl sl. Margrét Brynjólfsdóttir var kjörin nýr formaður sambandsins og með henni í stjórn eru Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson og Kristrún Guðjónsdóttir, ásamt tveimur varastjórnarmönnum.
Nánar ...
24.04.2019

75. ársþing ÍA - Gullmerki ÍSÍ veitt

75. ársþing ÍA - Gullmerki ÍSÍ veitt75. Ársþing ÍA var haldið í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum þann 11. apríl sl. Þingforseti var kjörinn Hörður Ó. Helgason. Ársskýrsla framkvæmdastjórnar ÍA 2018 var lögð fram af formanni ÍA, Marellu Steinsdóttur, og má skoða hana hér.
Nánar ...
24.04.2019

44. Lyftingaþing LSÍ - Ný stjórn

44. Lyftingaþing LSÍ - Ný stjórnFöstudaginn 12. apríl fór fram 44. Lyftingaþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ný stjórn LSÍ var kosin. Formaður er Ingi Gunnar Ólafsson og varaformaður er Erna Héðinsdóttir. Gjaldkeri er Ásgeir Bjarnason og ritari Davíð Ólafur Davíðsson. Meðstjórnandi er Magnús B. Þórðarson. Varastjórn skipa Margrét Benediktsdóttir, Sigurður Darri Rafnsson, Maríanna Ástmarsdóttir og Árni Rúnar Baldursson. Hjördís Ósk Óskarsdóttir mun hætta störfum sem framkvæmdarstjóri LSÍ en ekki hefur verið ráðinn starfsmaður í hennar stað. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ, var þingforseti þingsins.
Nánar ...
24.04.2019

Skráning í Hjólað í vinnuna hefst í dag

Skráning í Hjólað í vinnuna hefst í dagHjólað í vinnuna 2019 fer fram frá 8. - 28. maí. Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.
Nánar ...
24.04.2019

Ársþing STÍ - Stjórn helst óbreytt

Ársþing STÍ - Stjórn helst óbreyttÁrsþing Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 13. apríl sl. Fulltrúar tíu aðildarfélaga STÍ sóttu þingið. Stjórn sambandsins helst óbreytt. Formaður er áfram Halldór Axelsson. Aðrir í stjórn eru Jórunn Harðardóttir, Kjartan Friðriksson, Guðmundur Kr. Gíslason, Ómar Ö. Jónsson, Helga Jóhannsdóttir og Kristvin Ómar Jónsson. Reikningar sambandsins voru samþykktir einróma og var afkoma eftir áætlunum. Ein lagabreyting var samþykkt eftir töluverðar umræður og þurfa nú væntanlegir frambjóðendur að njóta stuðnings síns skotíþróttafélags til að geta boðið sig fram til stjórnarstarfa. Kosið var í fjölda nefnda. Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Jón S. Ólason var þingforseti og hafði hann góða stjórn á fundarmönnum.
Nánar ...
24.04.2019

Ársþing ÞRÍ - Ný stjórn

Ársþing ÞRÍ - Ný stjórnÁrsþing Þríþrautarsamband Íslands (ÞRÍ) fór fram þann 15. apríl sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hafsteinn Pálsson, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, stjórnaði þinginu.
Nánar ...
23.04.2019

Samfélagsmiðlar ÍSÍ

Samfélagsmiðlar ÍSÍÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands er með eftirfarandi samfélagsmiðlasíður. Endilega fylgið Facebook og Instagram síðum ÍSÍ. Einnig er myndasíða ÍSÍ reglulega uppfærð með nýjustu myndum og verið er að vinna í því að setja inn eldri myndir.
Nánar ...
17.04.2019

Íþróttaþing ÍSÍ 2019 - Þinggögn

Íþróttaþing ÍSÍ 2019 - Þinggögn74. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík 3.- 4. maí nk. Íþróttaþing ÍSÍ er æðsti vettvangur íslenskrar íþróttahreyfingar. Þingsetning verður föstudaginn 3. maí og hefst kl. 15:00.
Nánar ...