Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

GDPR fyrir íþróttahreyfinguna

29.04.2019

Ný persónuverndarlöggjöf (GDPR) hefur tekið gildi á Íslandi. Með tilkomu hennar eru lagðar nýjar skyldur og kröfur á félagasamtök og fyrirtæki og er íþróttahreyfingin ekki þar undanskilin. Gerð er krafa um að öll sérsambönd, íþróttahéruð og aðildarfélög haldi skrá (vinnsluskrá) um alla vinnslu persónuupplýsinga innan viðkomandi einingar og einnig þarf að vinna áhættumat og úrbótaáætlun, ef nauðsyn er talin. Gerð er krafa um að allir ábyrgðaraðilar setji sér gilda Persónuverndarstefnu eða fræðslu til einstaklinga með öðru móti, sem unnið er eftir.

ÍSÍ hefur, í samstarfi við Advice/Advania, unnið leiðbeiningarpakka fyrir íþróttahreyfinguna vegna nýrra laga um persónuvernd (GDPR), þar sem tekið er á flestum þeim hlutum sem sérsambönd ÍSÍ, íþróttahéruð og íþrótta- og ungmennafélög þurfa að huga að í kjölfar breytinga á persónuverndarlöggjöfinni.
Til að fylgja málinu eftir þá hefur ÍSÍ staðið fyrir fræðslu- og kynningarfundum fyrir íþróttahreyfinguna í öllum landsfjórðungum sem Anna Þórdís Rafnsdóttir stjórnendaráðgjafi Advice/Advania og/eða Elías Atlason verkefnastjóri ÍSÍ stýra. Stefnt er á að klára allar kynningar í maí 2019.

Sett hefur verið upp vinnusvæði (Teams) fyrir ábyrgðaraðila héraðssambanda/sérsambanda og íþróttafélaga þar sem ábyrgðaraðilar geta tengst og sett inn spurningar varðandi verkefni. Svör við spurningunum má síðan sjá á vinnusvæðinu. Ef ábyrðaraðila vantar upplýsingar til að tengjast þessu vinnusvæði þá er hægt að hafa samband við Elías.

Persónuverndarstefnu ÍSÍ má sjá hér.

Tengiliður verkefnis er Elías Atlason á skrifstofu ÍSÍ. Sími á skrifstofu er 514 4000 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið elias@isi.is.