Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

30.06.2020

Skipulagt íþróttastarf verndandi þáttur

Skipulagt íþróttastarf verndandi þátturÍ skýrslu Ánægjuvogarinnar um íþróttir unglinga kemur skýrt fram að neysla allra vímuefna er mun ólíklegri á meðal unglinga í 8. - 10. bekk sem æfa íþróttir með íþróttafélagi en þeirra sem æfa ekki. Skýrslan var unnin fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) af Rannsóknum og greiningu. Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og í íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík vonast til þess að niðurstöður skýrslunnar verði notaðar til að gera gott íþróttastarf enn betra. Margrét Lilja segir mikilvægt að íþróttahreyfingin nýti sér þessar góðu niðurstöður, hvort sem um er að ræða íþróttahéruðin eða einstaka íþróttafélög, bæði til að sýna iðkendum og foreldrum þeirra fram á hversu gott starf er unnið innan félaganna en einnig til að rýna og kanna hvað má betur fara, til þess að gera gott starf enn betra.
Nánar ...
30.06.2020

Hreinlæti við íþróttaiðkun

Hreinlæti við íþróttaiðkunÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vill að gefnu tilefni benda á mikilvægi þess að við höldum áfram að sinna hreinlæti þrátt fyrir að vel gangi í baráttunni við Covid-19.
Nánar ...
26.06.2020

Ennþá hægt að kaupa Kvennahlaupsboli

Ennþá hægt að kaupa KvennahlaupsboliSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fór fram þann 13. júní sl. Ennþá er hægt að kaupa Kvennahlaupsboli á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ Íþróttamiðstöðinni Laugardal, en þar er opið frá kl. 08:30-16:30 alla virka daga og í versluninni Scintilla Laugavegi 40, en þar er opið frá kl.10:00-18:00 alla virka daga.
Nánar ...
25.06.2020

Kynning á Ánægjuvoginni 2020

Kynning á Ánægjuvoginni 2020Í tengslum við kynningu á Ánægjuvoginni tóku ÍSÍ og UMFÍ höndum saman með auglýsingastofunni Kontor Reykjavík og ráðist var í gerð fimm myndbanda sem ÍSÍ og UMFÍ ásamt sambandsaðilum munu deila reglulega á sínum miðlum.
Nánar ...
24.06.2020

Ársþing USVS - Nýr formaður

Ársþing USVS - Nýr formaðurÁ 50. ársþingi Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) var Fanney Ásgeirsdóttir kosin nýr formaður USVS. Fanney tekur við embættinu af Þorsteini Matthíasi Kristinssyni. Aðrir í stjórn eru Sæunn Káradóttir, Sigmar Helgason, Ragnar Þorsteinsson og Árni Jóhannsson.
Nánar ...
24.06.2020

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfsAllir eiga rétt á því að geta stundað sitt íþrótta- og/eða æskulýðsstarf í öruggu umhverfi. Einnig eiga allir iðkendur; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti að geta leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingar.
Nánar ...
24.06.2020

Svifflugfélag Íslands vill fjölga stelpum í íþróttinni

Svifflugfélag Íslands vill fjölga stelpum í íþróttinniSvifflug er viðurkennd íþróttagrein innan Íþrótta -og Ólympíusambands Íslands, en Svifflugfélag Íslands var stofnað 10. ágúst árið 1936. Svifflug er vistvæn íþrótt því svifflugur eru annað hvort dregnar á loft á spili eða í flugtogi og síðan er sleppt og svifið. Við rétt skilyrði er hægt að haldast uppi tímunum saman.
Nánar ...
23.06.2020

Ólympíudagurinn vakti lukku í dag

Ólympíudagurinn vakti lukku í dagÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fagnar Ólympíudeginum 2020 í dag ásamt alþjóðaólympíuhreyfingunni og íþrótta- og Ólympíusamböndum um heim allan.
Nánar ...
22.06.2020

Íslenskt afreksíþróttafólk tekur þátt í Ólympíudeginum

Íslenskt afreksíþróttafólk tekur þátt í ÓlympíudeginumÁ morgun, þann 23. júní, er Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Íslenskt afreksíþróttafólk mun sameinast undir merkjum Ólympíudagsins á morgun og #StayStrong herferðar Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) og birta myndir og myndbönd frá sínum æfingum. ÍSÍ mun síðan deila því sem afreksíþróttafólkið setur inn á Instagram síðu ÍSÍ.
Nánar ...