Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

31.08.2020

Göngum í skólann sett 2. september

Göngum í skólann sett 2. septemberGöngum í skólann 2020 verður sett hátíðlega miðvikudaginn 2. september í Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Þetta er í fjórtánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Flutt verða stutt ávörp og Lalli töframaður verður með skemmtiatriði. Að því loknu verður verkefnið ræst með viðeigandi hætti þar sem nemendur, starfsfólk Breiðagerðisskóla og gestir munu ganga stuttan hring í nærumhverfi skólans.
Nánar ...
28.08.2020

Ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttarÍ dag tók gildi auglýsing um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðuneytið birti 25. ágúst sl. Auglýsingin gildir til 10. september kl. 23:59. Markmið breytinganna sem nú taka gildi er sem fyrr að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19.
Nánar ...
27.08.2020

Kristján endurkjörinn formaður BSÍ

Kristján endurkjörinn formaður BSÍÞing Badmintonsambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær, 26 ágúst 2020. Þetta 50. þing fór í alla staði vel fram og var því stýrt örugglega af þingforsetanum Frímanni Ara Ferdinandssyni.
Nánar ...
23.08.2020

11 mánuðir til Ólympíuleika

11 mánuðir til ÓlympíuleikaÍ dag eru 11 mánuðir þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 23. júlí 2021. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 8. ágúst.
Nánar ...
21.08.2020

Hreinlæti við íþróttaiðkun

Hreinlæti við íþróttaiðkunÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vill að gefnu tilefni benda á mikilvægi þess að við höldum áfram að sinna hreinlæti við íþróttaiðkun.
Nánar ...
21.08.2020

Íslenskt afreksíþróttafólk á vefsíðu ÍSÍ

Íslenskt afreksíþróttafólk á vefsíðu ÍSÍUmfjöllun um íslenskt afreksíþróttafólk má nú sjá á undirsíðum vefsíðu ÍSÍ. Síðurnar eru hugsaðar sem heimild um okkar besta íþróttafólk þessa stundina, þar sem hægt er að sjá á einum stað umfjöllun um viðkomandi íþróttamann eða íþróttakonu, myndir og áhugaverðar upplýsingar. Verkefnið er lifandi og hugmyndin er að bæta reglulega við íþróttafólki sem fjallað er um. Nú þegar verkefnið er kynnt eru 10 íþróttamenn og 9 íþróttakonur með sína síðu á vefsíðu ÍSÍ. Fljótlega bætast fleiri í hópinn.
Nánar ...
20.08.2020

Samráðsfundurinn „Að lifa með veirunni”

Samráðsfundurinn „Að lifa með veirunni”Heilbrigðisráðherra, í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið, efndi í dag til samráðsfundarins „Að lifa með veirunni“. Fundurinn, sem haldinn var á Hótel Hilton Nordica, var í formi vinnustofu og hann sóttu um 40 lykilaðilar úr ýmsum sviðum samfélagsins.
Nánar ...
19.08.2020

Uppljóstrunarkerfi Lyfjaeftirlits Íslands

Uppljóstrunarkerfi Lyfjaeftirlits ÍslandsLyfjaeftirlit Íslands tók í notkun uppljóstrunarkerfi (e. whistleblower solution) fyrr á árinu til þess að stuðla betur að heiðarlegu og öruggu keppnis- og æfingaumhverfi í íþróttum. Kerfið er eingöngu ætlað til þess að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum í íþróttum, skv. Lögum ÍSÍ um lyfjamál og Alþjóðalyfjareglunum.
Nánar ...
18.08.2020

Göngum í skólann 2020

Göngum í skólann 2020Göngum í skólann hefst 2. september næstkomandi. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Nánar ...
18.08.2020

Bannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar

Bannlisti AlþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnarBannlisti Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA Prohibited List) er endurskoðaður á hverju ári og tók ný útgáfa gildi 1. janúar sl. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Listann í heild sinni má nálgast með því að smella á hlekk hér fyrir neðan og einnig er samantekt (á ensku) á helstu breytingum og viðbætum frá fyrra ári.
Nánar ...
17.08.2020

Ný stjórn BTÍ

Ný stjórn BTÍÁrsþing Borðtennissambands Íslands (BTÍ) 2020 fór fram laugardaginn 8. ágúst sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Nánar ...