Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

31.01.2013

Lífshlaupið - hvatningarleikur

Skráning í Lífshlaupið er í fullum gangi á lifshlaupid.is. Á hverjum virkum degi frá 30. janúar til 26. febrúar verður eitt lið dregið út í vinnustaðakeppninni og einn bekkur úr grunnskólakeppninni í þættinum Virkir morgnar á Rás 2. Í verðlaun er glæsileg ávaxtasending frá ávaxtasérfræðingunum hjá Ávaxtabílnum. Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og skráningu er hægt að nálgast hér.
Nánar ...
30.01.2013

Vorfjarnám 1. og 2. stigs í þjálfaramenntun

Vorfjarnám 1. og 2. stigs í almennum hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst í febrúar. Námið á báðum stigum gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 11. febrúar og fjarnám 2. stigs hefst 18. feb. Frekari upplýsingar um 1. stig má finna hér á síðunni undir fréttir auk þess sem allar upplýsingar um námið á báðum stigum eru veittar hjá Viðari Sigurjónssyni skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri í síma 514-4000 eða 863-1399.
Nánar ...
30.01.2013

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum – Breyttar áherslur

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum – Breyttar áherslurÍ dag, miðvikudaginn 30. janúar var haldinn blaðamannfundur í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem kynntar voru úthlutanir afreksstyrkja fyrir árið 2013. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 81 milljónum króna en úthlutað er rúmlega 71 m.kr. úr Afrekssjóði ÍSÍ og 10 m.kr. úr Sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. Auk styrkja Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna mun íslenskt íþróttafólk njóta styrkja frá Ólympíusamhjálpinni á árinu. Skíðasamband Íslands (SKÍ) mun hljóta styrki vegna fimm íslenska skíðamanna í tengslum við undirbúning þeirra fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi 2014 og verður sú úthlutun kynnt nánar síðar.
Nánar ...
30.01.2013

Sundfélagið Óðinn fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Sundfélagið Óðinn fyrirmyndarfélag ÍSÍSundfélagið Óðinn á Akureyri fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á uppskeruhátíð félagsins sem haldin var í Brekkuskóla á Akureyri þriðjudaginn 8. janúar síðatliðinn. Það var formaður félagsins, Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem tók við viðurkenningunni úr höndum Viðars Sigurjónssonar skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri. Félagið hefur nú rétt til að nota nafnbótina fyrirmyndarfélag ÍSí til næstu fjögurra ára.
Nánar ...
29.01.2013

Lyftingasamband Íslands 40 ára

Lyftingasamband Íslands 40 áraLyftingasamband Íslands fagnaði 40 ára afmæli sambandsins 26. janúar síðastliðinn með hátíðardagskrá og hátíðarkvöldverði í samstarfi við Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana. Fyrr þann sama dag var alþjóðlega RIG mótið í ólympískum lyftingum í aðstöðu Lyftingafélags Reykjavíkur, Skeifunni 8. Fulltrúar ÍSÍ í afmælisdagskrá sambandsins voru Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir ritari ÍSÍ og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir stjórnarmeðlimur ÍSÍ. Á meðfylgjandi mynd má sjá Ingibjörgu Bergrós og Helgu Steinunni afhenda Lárusi Páli Pálssyni formanni LSÍ afmælisplatta og blómvönd í tilefni dagsins.
Nánar ...
29.01.2013

Eysteinn Þorvaldsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

Eysteinn Þorvaldsson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍJúdósamband Íslands hélt upp á 40 ára afmæli sitt 19. janúar síðastliðinn með afmælismóti í júdó og afmælishófi í Laugardalshöll í kjölfarið. Sérstakir gestir sambandsins á þessum tímamótum voru Sergey Soloveychik, forseti Evrópka júdósambandsins, Michal Vachun varaforseti Evrópska júdósambandsins og fyrrum landsliðþjálfari Íslands í júdó og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ. Á afmælismótinu kepptu nokkrir af fremstu júdókeppendum Evrópu í dag. Við þetta tækifæri sæmdi Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ Eystein Þorvaldsson Heiðurkrossi ÍSÍ fyrir frábær störf í þágu júdóíþróttarinnar. Eysteinn var kjörinn fyrsti formaður Júdósambands Íslands við stofnun þess árið 1973 og gegndi því embætti í 10 ár.
Nánar ...
29.01.2013

RIG ráðstefna um afreksþjálfun tókst vel

RIG ráðstefna um afreksþjálfun tókst velÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Háskólinn í Reykjavík stóðu í sameiningu fyrir ráðstefnu í tilefni af Reykjavíkurleikunum. Innihald ráðstefnunnar tók mið af afreksþjálfun og voru allir fyrirlesararnir erlendir í þetta sinn.
Nánar ...
28.01.2013

Niðurstöður Ánægjuvogarinnar kynntar víða um land

Niðurstöður Ánægjuvogarinnar kynntar víða um landÍSÍ og UMFÍ munu á næstunni kynna niðurstöður Ánægjuvogarinnar vítt og breytt um landið og mun Dr. Viðar Halldórsson sjá um kynninguna. Í fyrirlestrinum mun Viðar m.a. ræða um hvort að íþróttahreyfingin sé að standast áskoranir nútímasamfélags eða eingöngu að þjálfa til árangurs og styðjast við niðurstöður rannsókna Rannsóknar og greiningar sl. 20 ár. Þá mun Viðar einnig gefa samfélögunum mynd af stöðu mála á hverjum stað fyrir sig, þegar kemur að íþróttaþátttöku, ánægju með íþróttaiðkun og neyslu vímuefna svo eitthvað sé nefnt.
Nánar ...
25.01.2013

Heimsókn frá íþróttafræðinemum í HÍ

Heimsókn frá íþróttafræðinemum í HÍÍ dag fengum við hjá ÍSÍ heimsókn frá 3. árs íþróttafræðinemum í HÍ. Fengu þeir fræðslu um starfsemi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, sáu afmælismyndband um íþróttaiðkun síðastliðin hundrað ár og fóru í heimsókn til Íþróttasambands fatlaðra og Körfuknattleikssambands Íslands.
Nánar ...
23.01.2013

Sigurjón Pétursson endurkjörinn formaður Kraftlyftingasambands Íslands

Sigurjón Pétursson endurkjörinn formaður Kraftlyftingasambands ÍslandsÁrsþing Kraftlyftingasambands Íslands var haldið í húsnæði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þann 19. janúar síðastliðinn. Góð mæting var á þingið. Sigurjón Pétursson var endurkjörinn formaður KRAFT til eins árs en einnig fór fram kjör varamanna í stjórn. Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í varastjórn: Auðunn Jónsson, Óskar Ingi Víglundsson og Aron Du Lee Teitsson. Þá fór fram góð og gagnleg umræða um klassískar kraftlyftingar og fleira og í kjölfarið voru samþykktar tillögur frá Gróttu um að afreksstefna KRAFT taki mið af klassískum kraftlyftingum og að lágmörk verði sett fyrir skráningu klassískra meta og fyrir landsliðhóp. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, sem jafnframt ávarpaði þingið og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri. Á myndinni er Sigurjón Pétursson formaður í ræðustól.
Nánar ...
23.01.2013

Afreksþjálfun - Ráðstefna 24. janúar

Afreksþjálfun - Ráðstefna 24. janúarÍþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík standa að íþróttaráðstefnu í tilefni af Reykjavíkurleikunum, fimmtudaginn 24. janúar og fer ráðstefnan fram í húsakynnum HR stofu M101. Þrír áhugaverðir erlendir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun og fara fyrirlestrarnir allir fram á ensku.
Nánar ...
22.01.2013

Evrópumótið í hópfimleikum á Íslandi haustið 2014

Evrópumótið í hópfimleikum á Íslandi haustið 2014Fimleikasamband Íslands hefur fengið það staðfest frá Fimleikasambandi Evrópu, að tilboði þeirra um að halda Evrópumót í Hópfimleikum haustið 2014 hefur verið samþykkt. Þetta verður 10 skiptið sem Evrópumótið fer fram, en fyrsta opinbera mótið fór fram 1996 í Finnlandi. Íslensku landsliðin hafa verið mjög sigursæl á evrópumótum undanfarin ár og komu heim með tvo meistaratitla frá síðasta móti sem haldið var í Danmörku haustið 2012.
Nánar ...