Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Sigurjón Pétursson endurkjörinn formaður Kraftlyftingasambands Íslands

23.01.2013

Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands var haldið í húsnæði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þann 19. janúar síðastliðinn. Góð mæting var á þingið.  Sigurjón Pétursson var endurkjörinn formaður KRAFT til eins árs en einnig fór fram kjör varamanna í stjórn. Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í varastjórn: Auðunn Jónsson, Óskar Ingi Víglundsson og Aron Du Lee Teitsson. Þá fór fram góð og gagnleg umræða um klassískar kraftlyftingar og fleira og í kjölfarið voru samþykktar tillögur frá Gróttu um að afreksstefna KRAFT taki mið af klassískum kraftlyftingum og að lágmörk verði sett fyrir skráningu klassískra meta og fyrir landsliðhóp.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, sem jafnframt ávarpaði þingið og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri.  Á myndinni er Sigurjón Pétursson formaður í ræðustól.