Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

44. Lyftingaþing LSÍ - Ný stjórn

24.04.2019

Föstudaginn 12. apríl fór fram 44. Lyftingaþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ný stjórn LSÍ var kosin. Formaður er Ingi Gunnar Ólafsson og varaformaður er Erna Héðinsdóttir. Gjaldkeri er Ásgeir Bjarnason og ritari Davíð Ólafur Davíðsson. Meðstjórnandi er Magnús B. Þórðarson. Varastjórn skipa Margrét Benediktsdóttir, Sigurður Darri Rafnsson, Maríanna Ástmarsdóttir og Árni Rúnar Baldursson. Hjördís Ósk Óskarsdóttir mun hætta störfum sem framkvæmdarstjóri LSÍ en ekki hefur verið ráðinn starfsmaður í hennar stað. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ, var þingforseti þingsins.

Hér má sjá þinggerð þingsins.

Hér má sjá ársskýrslu LSÍ 2019.