Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

Helgi Páll Þórisson nýr formaður ÍHÍ

20.05.2021

Ársþing Íshokkísambands Íslands fór fram í formi fjarþings 15. maí síðastliðinn. Þingforseti var Árni Geir Jónsson og þingritarar Eggert Steinsen og Konráð Gylfason. 

Þórhallur Viðarsson gaf ekki áfram kost á sér í formannsembættið og var Helgi Páll Þórisson kjörinn nýr formaður sambandsins. Með Helga Páli í stjórn eru Jónína Guðbjartsdóttir, Bergur Jónsson, Elín Dögg Guðmundsdóttir og Hermann Haukur Aspar. Í varastjórn sitja Olgeir Olgeirsson, Eggert Steinsen og Kári Guðlaugsson.

Við þingslit var boðað til haustfundar ÍHÍ sem áætlaður er í lok ágúst næstkomandi. Þar verður farið yfir innra starf hreyfingarinnar með nýráðnum afreksstjóra sambandsins, Valdimir Kolek.

Meðfylgjandi mynd er af nýjum formanni ÍHÍ, Helga Páli Þórissyni.  

Mynd:  ÍHÍ