Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

23.09.2014

Ráðstefna um íþróttir barna- og unglinga

Um síðast liðna helgi sóttu 16 einstaklingar frá Íslandi ráðstefnu um íþróttir barna- og unglinga í Bosön í Svíþjóð. Alls komu þátttakendurnir frá ÍSÍ, UMSK, ÍBA, ÍBH, ÍBR, HSÍ, TKÍ, TSÍ, BLÍ, KSÍ og GSÍ. Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti til skiptis á Norðurlöndunum.
Nánar ...
22.09.2014

Námskeið í fararstjórn

Þriðjudaginn 23. september kl.17:00 býður ÍSÍ upp á fararstjóranámskeið og mun námskeiðið fara fram í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Kennari á námskeiðinu verður Gústaf Adolf Hjaltason og er þátttakan ókeypis. Skráning fer fram á skraning@isi.is
Nánar ...
22.09.2014

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Nánar ...
22.09.2014

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, í dag mánudaginn 22. september kl. 12:10, E-sal 3. hæð. Veittar verða viðurkenningar fyrir flesta þátttökudaga til þriggja efstu skólanna í hverjum stærðarflokki. Öllum liðsstjórum er boðið að taka með sér 4-5 liðsmenn. Skráning er á netfangið hronn@isi.is. Úrslitin
Nánar ...
19.09.2014

Ráðstefna um afreksíþróttir

Hvers vegna vilja allar þjóðir læra af Hollendingum? Mánudaginn 13. október nk. heldur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ráðstefnu um afreksíþróttir. Ráðstefnan fer fram í Reykjavík og mun hefjast kl. 9:00 og áætlað er að henni ljúki um kl. 13:00.
Nánar ...
19.09.2014

Flokkaflutningur í Felix

Sjálfvirkur flokkaflutningur er leið til að flytja á einfaldan hátt alla einstaklinga milli flokka, sem eiga að flytjast samkvæmt aldursskilgreiningu flokkanna.
Nánar ...
17.09.2014

Fundað með USVH

Fundað með USVHStarfssvæði Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu var síðasti viðkomustaðurinn í fjögurra daga hringferð Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ, Líneyjar R. Halldórsdóttur framkvæmdastjóra, Gunnars Bragasonar gjaldkera, Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra og Viðars Sigurjónssonar skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri, þar sem íþróttahéruð voru heimsótt.
Nánar ...
17.09.2014

USAH heimsótt

USAH heimsóttÍSÍ hlaut góðar móttökur í heimsókn sinni í Austur-Húnavatnssýslu þegar fundað var með fulltrúum Ungmennasambands A-Húnvetninga (USAH) í húsi Samstöðu á Blönduósi. Þórhalla Guðbjartsdóttir gjaldkeri, Sigrún Líndal ritari og Guðrún Sigurjónsdóttir úr stjórn USAH skýrðu frá því helsta úr starfi sambandsins og aðildarfélaga þess. Í kjölfar fundar var farið um svæðið og helstu íþróttamannvirki skoðuð.
Nánar ...
17.09.2014

Blómlegt íþróttastarf í Skagafirði

Blómlegt íþróttastarf í SkagafirðiÍþróttalíf á svæði Ungmennasambands Skagafjarðar er blómlegt og íþróttamannvirki góð. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir framkvæmdastjóri UMSS og Rúnar Vifilsson gjaldkeri UMSS fóru fyrir skemmtilegri kynningu á mannvirkjum á Sauðárkróki en í kjölfar þess var fundað í ráðhúsi sveitarfélagsins.
Nánar ...
17.09.2014

Fróðlegur fundur á Siglufirði

Fróðlegur fundur á SiglufirðiÍSÍ átti fund með Guðnýju Helgadóttur formanni Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar á Siglufirði og í Ólafsfirði síðastliðið laugardagskvöld að Íþróttamiðstöðinni Hóli. Gefin var skýrsla um starfsemi allra aðildarfélaga UÍF og það helsta úr starfsemi sambandsins.
Nánar ...