Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

08.10.2014

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er í dag, 8. október

Í ár tekur Ísland þátt í áttunda skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Hér á landi eru 66 skólar skráðir til leiks og hafa aldrei verið fleiri. Göngum í skólann verkefnið rúllaði af stað 10. september og því lýkur í dag, miðvikudaginn 8.október, á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum. Nemendur, foreldrar og starfsfólk þátttökuskólana hafa verið hvattir til þess að nota virkan ferðamáta, ganga eða hjóla í skólann síðastliðinn mánuð. Í mörgum skólum er m.a. keppt um gullskóinn milli bekkja eða bekkjardeilda, skólavinir, sem eru eldri nemendu
Nánar ...
07.10.2014

Ráðstefna um afreksíþróttir

Ráðstefna um afreksíþróttirNæsta mánudag, 13. október, fer fram ráðstefna um stefnumótun í Afreksíþróttum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Frítt er inn á þessa ráðstefnu. Miðað við forskráningu á ráðstefnuna má búast við því að færri komist að en vilja
Nánar ...
03.10.2014

Býr kraftur í þér?

Býr kraftur í þér?Í dag var formlega opnað fyrir skráningar sjálfboðaliða á vef Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða á Íslandi 1.- 6. júní 2015. Hefur þú áhuga á því að kynnast fólki, fylgjast með besta íþróttafólki Evrópu og jafnvel að sjá ný íþróttamet slegin? Býr kraftur í þér?
Nánar ...
03.10.2014

ZO•ON Gullsamstarfsaðili Smáþjóðaleika 2015

ZO•ON Gullsamstarfsaðili Smáþjóðaleika 2015ZO•ON er einn af Gullsamstarfsaðilum Smáþjóðaleikanna 2015. Sjálfboðaliðar á Smáþjóðaleikunum munu klæðast glæsilegum fatnaði frá ZO•ON við störf sín, sem þeir fá síðan til eignar. ZO•ON fatnaðurinn var sýndur í fyrsta sinn í dag.
Nánar ...
30.09.2014

Forvarnardagurinn 2014 á morgun

Forvarnardagurinn 2014 á morgunForvarnardagurinn 2014 verður haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins miðvikudaginn 1. október. Forvarnardagurinn er nú haldinn í níunda sinn í grunnskólum landsins og í fjórða sinn í framhaldsskólum.
Nánar ...
25.09.2014

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann 2014

Verðlaunaafhending Hjólum í skólann 2014 fór fram mánudaginn 22. september í höfuðstöðvum ÍSÍ við Engjateig. Boðið var upp á léttar veitingar og Ingibjörg B. Jóhannesdóttir úr stjórn Almenningsíþróttasviðs veitti viðstöddum verðlaunahöfum viðurkenningar.
Nánar ...
25.09.2014

Haustfjarnámið hefst 29. september

Haustfjarnám allra þriggja stiga ÍSÍ hefst næstkomandi mánudag 29. september. Það eru því síðustu forvöð að skrá sig til þátttöku í skemmtilegu námi til íþróttaþjálfara. Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og er öllum opið sem lokið hafa grunnskólaprófi. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000. Sjá einnig frekari upplýsingar í annarri frétt hér á síðunni.
Nánar ...
23.09.2014

ÍSÍ fréttir

ÍSÍ fréttirÍSÍ-fréttir komu út í september. Hægt er að nálgast vefútgáfu af blaðinu. Þar má meðal annars lesa pistil Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ og fréttir af margvíslegum verkefnum ÍSÍ síðustu mánuði.
Nánar ...
23.09.2014

Fundur norrænna íþróttasambanda og ólympíunefnda

Fundur norrænna íþróttasambanda og ólympíunefndaLárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ sóttu fund norrænna íþróttasambanda og ólympíunefnda, svokallaðan Nordic Sports Meeting 2014, sem fram fór í Bergen í Noregi dagana 19.-21. september sl
Nánar ...