Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Fundur norrænna íþróttasambanda og ólympíunefnda

23.09.2014

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ sóttu fund norrænna íþróttasambanda og ólympíunefnda, svokallaðan Nordic Sports Meeting 2014, sem fram fór í Bergen í Noregi dagana 19.-21. september sl.  Fundur sem þessi er haldinn árlega og er samráðsfundur norrænu sambandanna um ýmis sameiginleg hagsmunamál er lúta að íþróttum. Á fundinn mættu fulltrúar frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Álandi.

Að þessu sinni var tekin upp sú nýbreytni að fulltrúar frá íþróttasamtökum fatlaðra á öllum Norðurlöndunum funduðu á sama tíma í Bergen og voru hóparnir sameinaðir í þeim dagskrárliðum sem við átti. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) og Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri sátu fundinn fyrir hönd ÍF.  Þetta fyrirkomulag var tilraun sem gæti leitt til frekara samstarfs í kringum þessa árlegu fundi.

Á myndinni eru þátttakendur ÍSÍ og ÍF, frá vinstri talið:  Lárus L. Blöndal, Ólafur Magnússon, Andri Stefánsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Sveinn Áki Lúðvíksson, Líney Rut Halldórsdóttir og Halla Kjartansdóttir.