Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

ZO•ON Gullsamstarfsaðili Smáþjóðaleika 2015

03.10.2014Í dag var fyrsti Gullsamstarfsaðili ÍSÍ vegna Smáþjóðaleikanna 2015 kynntur til leiks þegar Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Halldór Örn Jónsson framkvæmdastjóri ZO•ON skrifuðu undir samstarfssamning. Samningurinn felur í sér að allir sjálfboðaliðar sem starfa munu á leikunum á næsta ári verða í glæsilegum fatnaði frá ZO•ON við störf sín, sem þeir fá síðan til eignar.

ZO•ON fatnaðurinn var sýndur í fyrsta sinn í dag þegar Halldór ásamt íþróttakempunum Brodda Kristjánssyni og Helgu Margréti Þorsteindóttur klæddust sjálfboðaliðafatnaðinum á meðan að þau skráðu sig sem sjálfboðaliða.

Áætlað er að um 1200 sjálfboðaliðar starfi á Smáþjóðaleikunum 2015. Sjálfboðaliðastörfin felast meðal annars í því að aðstoða við viðburði eins og setningar- og lokahátíð og ýmsa þjónustuþætti í tengslum við íþróttagreinarnar. Smáþjóðaleikarnir eru stærsta verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur tekið að sér. Búist er við að um 2500 manns komi að leikunum með einum eða öðrum hætti, þar af 800 keppendur.

Laugardalurinn er aðalvettvangur leikanna, en þar munu átta af ellefu íþróttagreinum fara fram. Það má því búast við fallega bláum dal á meðan að á leikunum stendur, því að sjálfboðaliðar munu meðal annars klæðast bláum ZO•ON jökkum.

ÍSÍ og ZO•ON hvetja fólk til þess að skrá sig í sjálfboðaliðastörf á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 www.iceland2015.is undir hnappnum „Sjálfboðaliðar".