Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Icelandair áfram aðalstyrktaraðili ÍSÍ, KSÍ, HSÍ, KKÍ og GSÍ

26.09.2014

Icelandair endurnýjaði í dag samninga um að vera aðalstyrktaraðili Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fjögurra sérsambanda innan þess, þ.e. Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknattleikssambands Íslands og Golfsambands Íslands.

Samningarnir sem undirritaðir voru í dag eru umfangsmiklir og fela í sér víðtækt samstarf Icelandair og þessara íþróttasambanda. Með þessum samningum styður Icelandair dyggilega við starf viðkomandi sérsambanda og landsliðsstarf þeirra sem felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög um allan heim. Með samningi Icelandair og ÍSÍ hefur Icelandair staðfest áframhaldandi þátttöku sína sem einn af aðalstyrktaraðilum í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ til ársins 2017.

Samningana í dag undirrituðu forystumenn ÍSÍ, GSÍ, HSÍ, KKÍ,KSÍ og Icelandair. 

 


 

Myndir með frétt