Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 kynnt í dag

01.12.2014

Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015 var kynnt í dag. Hönnuðirnir og Ólympíufararnir Elsa Nielsen og Logi Jes Kristjánsson, sem hönnuðu bæði merki leikanna og lukkudýr leikanna, kynntu lukkudýrið til leiks með því að segja frá hugmyndinni á bak við lukkudýrið og sýna teiknimyndasögu um fæðingu þess. Tvö lukkudýr mættu síðan í bíóið og skemmtu áhorfendum með flottri sýningu og sátu fyrir á myndatökum. 

Teiknimyndasagan byrjar á því að áhorfandi sér að það er eldgos á Íslandi. Í eldgosinu má sjá hvar lítill gos-dropi fæðist. Hann opnar augun og á sama tíma þeytist hann upp úr gosinu og upp í loft. Gosdropinn svífur í loftinu og lendir síðan á jökli. Á jöklinum fær hann ís á halann sinn. Hann þeytist aftur upp í loft og áfram yfir hraun og mosa þar sem hann fær mosafeldinn sinn. Hann lendir að lokum á stuðlabergi þar sem hann fær stuðlabergsskóna sína. Lukkudýr Smáþjóðaleika 2015 hefur öðlast líf. Það ber sterk einkenni íslenskrar náttúru og þann náttúrulega kraft sem einkennir land og þjóð.

Lukkudýr leikanna er nafnlaust og því verður efnt til nafnasamkeppni á næstu vikum. Formið á nafnasamkeppninni verður kynnt síðar.