Beint á efnisyfirlit síðunnar

10.01.2017

3 ár í Ólympíuleika ungmenna

Þriðju Vetrarólympíuleikar ungmenna fara fram í Lausanne í Sviss frá 10. janúar til 19. janúar 2020. Í dag eru þrjú ár þar til leikarnir verða settir, eða 1097 dagar.
Nánar ...
09.01.2017

Síðasti skiladagur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga

Í dag er síðasti skiladagur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga en skila má umsóknum til miðnættis í kvöld en þá verður lokað sjálfvirkt fyrir umsóknir. Ekki er unnt að taka á móti umsóknum eftir að kerfinu hefur verið lokað. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.
Nánar ...
06.01.2017

Lífshlaupið hefst 1. febrúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Opnað hefur verið fyrir skráningar í Lífshlaupið 2017.
Nánar ...
05.01.2017

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum – Breytingaár framundan

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 8. desember 2016, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2017. Styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema samtals rúmlega 150 milljónum króna að þessu sinni, en um 100 m.kr. verður úthlutað síðar á árinu 2017 og þá eftir nýjum reglum Afrekssjóðs sem verið er að vinna að.​
Nánar ...
04.01.2017

Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum

Í ljósi frétta frá Bretlandi um kynferðislegt ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar þar í landi vill ÍSÍ benda á bækling sem gefinn var út í árslok 2013. Bæklingurinn er um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum og er byggður á bæklingi sem gefinn var út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Danmerkur en staðfærður þannig að hann passaði inn í aðstæður íþróttahreyfingarinnar hér á landi og samræmast íslenskri löggjöf. Fjöldi sérfræðinga veitti aðstoð við útgáfu bæklingsins.
Nánar ...
01.01.2017

Gleðilegt nýtt ár !

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar sambandsaðilum sínum og aðildarfélögum þeirra, sem og landsmönnum öllum gleðilegs árs! Megi árið 2017 verða ykkur öllum gæfuríkt og farsælt í leik og starfi.
Nánar ...
29.12.2016

Gylfi Íþróttamaður ársins 2016

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona var í öðru sæti og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur var í þriðja sæti. Nánari upplýsingar um kjör íþróttamanns ársins eru aðgengilegar á heimasíðu Samtaka íþróttafréttamanna.
Nánar ...
29.12.2016

Geir og Guðmundur í Heiðurshöll ÍSÍ

Í dag, þann 29. desember, á hófi Íþróttamanns ársins 2016, var útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ í fjórtánda og fimmtánda sinn. Guðmundur Gíslason sundmaður og Geir Hallsteinsson handknattleiksmaður voru útnefndir í Heiðurshöllina. Guðmundur og Geir voru báðir framúrskarandi íþróttamenn.
Nánar ...

    Á döfinni

    23.02.2017 - 23.02.2017

    Ársþing ÍS 2017

    Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
    21