Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

13.02.2025

Krefjandi aðstæður í svigi á EYOWF í dag

Krefjandi aðstæður í svigi á EYOWF í dagKeppni er lokið í svigi drengja á Vetrarólympíuhátið Evrópuæskunnar, þar sem 92 keppendur voru á ráslista. Keppendur íslenska hópsins voru þeir Andri Kári Unnarsson, Arnór Alex Arnórsson, Ólafur Kristinn Sveinsson og Eyvindur Halldórsson Warén. Aðstæður í dag voru mjög krefjandi. Enginn af strákunum náði að klára fyrri ferð, en þeir gáfu allt sitt í þetta og eru reynslunni ríkari.
Nánar ...
12.02.2025

Frábærar aðstæður og flottur hópur!

Frábærar aðstæður og flottur hópur!Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ var viðstaddur setningu Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Bakuriani í Georgíu 8. febrúar sl. Hann fylgdist einnig með fyrstu keppnisdögum hátíðarinnar og þátttöku íslensku keppendanna.
Nánar ...
12.02.2025

Sædís Heba keppti á listskautum á EYOWF í dag

Sædís Heba keppti á listskautum á EYOWF í dagEin keppnisgrein fór fram hjá íslenska hópnum í dag þegar Sædís Heba Guðmundsdóttir keppti í stuttu prógrammi í listskautum. Keppnisgreinar hátíðarinnar fara fram á þremur stöðum en listskautarnir fara fram í Batumi þar sem keppt er í nýju íþróttamannvirki, Batumi Ice Arena.
Nánar ...
10.02.2025

Keppnisdagskrá íslenska hópsins á EYOWF 11. febrúar

Keppnisdagskrá íslenska hópsins á EYOWF 11. febrúarKeppnisdagurinn hjá íslenska hópnum á Vetrarólympíuhátið Evrópuæskunnar í Bakuriani hefst eldsnemma á islenskum tíma í nótt/fyrramálið en Ísland mun eiga keppendur á morgun í stórsvigi stúlkna, skíðagöngu stúlkna og drengja og í forkeppni á snjóbretti (slopestyle) drengja.
Nánar ...
10.02.2025

Keppni lokið í stórsvigi í alpagreinum drengja

Keppni lokið í stórsvigi í alpagreinum drengjaKeppni hófst í dag í stórsvígi í alpagreinum drengja. Keppnin fór fram í Bakuriani Alpine Skiing Course sem er í 1.880 m hæð yfir sjávarmáli. Keppendur Íslands í greininni voru Andri Kári Unnarsson með rásnúmer 55, Arnór Alex Arnórsson með rásnúmer 73, Eyvindur Halldórsson Warén með rásnúmer 75 og Ólafur Kristinn Sveinsson með rásnúmer 78.
Nánar ...