Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

05.10.2017

Karatedeild Fjölnis Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Karatedeild Fjölnis Fyrirmyndardeild ÍSÍKaratedeild Fjölnis í Grafarvogi fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ mánudaginn 2. október síðastliðinn á foreldradegi deildarinnar í Egilshöll. Það var Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ sem afhenti Willem Verheul yfirþjálfara viðurkenninguna ásamt fána fyrirmyndarfélaga. Auk karatedeildarinnar eru handknattleiksdeild og sunddeild félagsins fyrirmyndardeildir ÍSÍ. Á myndunum eru þau Willem og Sigríður.
Nánar ...
05.10.2017

Ólympískir viðburðir 2017-2020

Ólympískir viðburðir 2017-2020Ólympískir viðburðir 2017-2020 er fjórblöðungur sem sýnir verkefni Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ næstu 4 árin. Fjórblöðunginn má sjá neðst í fréttinni.
Nánar ...
04.10.2017

Skíðasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Skíðasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍSkíðasamband Íslands (SKÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 5,5 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 9,8 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Nánar ...
04.10.2017

Að njóta og lifa - Forvarnardagurinn 2017

Að njóta og lifa - Forvarnardagurinn 2017 Í dag, 4. október, er Forvarnardagur forseta Íslands. Í tilefni af deginum heimsótti Guðni Th. Jóhannesson forseti tvo skóla; Hólabrekkuskóla í Breiðholti og Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, fylgdi forsetanum í skólana ásamt föruneyti frá ÍSÍ.​
Nánar ...
04.10.2017

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er í dag

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er í dagÍ dag er 4. október og það er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn um allan heim og markar sá dagur leiðarlok verkefnisins hér á Íslandi þetta árið. Alls tóku 70 grunnskólar þátt og er það aukning miðað við árið áður þegar að 67 skólar voru með. Fjöldamörg fræðsluverkefni, þemadagar og viðburður áttu sér stað í grunnskólum víðsvegar um landið og vonandi hefur sú vitundarvakning bæði verið til gagns og gamans.
Nánar ...
03.10.2017

Í heimsókn hjá HSS

Í heimsókn hjá HSSÁ starfssvæði Héraðssambands Strandamanna (HSS) er ýmislegt áhugavert að skoða, eins og forseti ÍSÍ og föruneyti upplifðu í heimsókn sinni hjá sambandinu 26. september sl. Hópurinn hitti fulltrúa HSS í golfskála Golfklúbbs Hólmavíkur þar sem farið var yfir starfsemi klúbbsins og uppbyggingu svæðisins.
Nánar ...
02.10.2017

Forvarnardagurinn 2017

Forvarnardagurinn 2017Í morgun fór fram kynningar- og blaðamannafundur forseta Íslands í tilefni af Forvarnardeginum 2017 sem haldinn verður nk. miðvikudag 4. október. Blaðamannafundurinn fór fram í Kelduskóla- Vík. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er einn af samstarfsaðilum dagsins.
Nánar ...
02.10.2017

Heimsókn forseta ÍSÍ til UDN

Heimsókn forseta ÍSÍ til UDNForseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, heimsótti starfssvæði Ungmennasambands Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN) þriðjudaginn 26. september sl. ásamt Sigríði Jónsdóttur varaforseta ÍSÍ, Hafsteini Pálssyni ritara ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra og Höllu Kjartansdóttur skrifstofustjóra.
Nánar ...
02.10.2017

Tvö ár í Strandarleikana í San Diego

Tvö ár í Strandarleikana í San DiegoÁ leikunum mun fara fram keppni í 22 íþróttagreinum og koma þátttakendur frá 200 löndum. Íþróttagreinarnar sem keppt verður í eru meðal annarra hjólabretti, brimbretti og íþróttaklifur.
Nánar ...