Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

10.02.2020

Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Fyrirmyndardeild ÍSÍFrjálsíþróttadeild Ungmennafélags Selfoss fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ fimmtudaginn 6. febrúar síðastliðinn. Það var Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti Helga Sigurði Haraldssyni viðurkenninguna á aðalfundi deildarinnar í Tíbrá á Selfossi. Helgi Sigurður hefur verið formaður deildarinnar í 22 ár og þar með öll árin sem deildin hefur verið Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða frá árinu 2009. Á myndinni eru þau Ragnhildur og Helgi Sigurður.
Nánar ...
10.02.2020

Æfing hugans - Ólympíustöðin

Æfing hugans - ÓlympíustöðinÁ Ólympíustöðinni og í smáforriti Ólympíustöðvarinnar má nú finna ráðleggingar frá Ólympíuförum um markmiðasetningu, núvitund, ímyndunarþjálfun og fleira sem allir geta nýtt sér. Afreksíþróttafólk og Ólympíufarar deila sinni reynslu, t.d. um það hvernig yfirstíga á pressu, í myndböndum, viðtölum, greinum o.fl.
Nánar ...
07.02.2020

Skráningarleikur Lífshlaupsins og Rásar2

Skráningarleikur Lífshlaupsins og Rásar2Lífshlaupið er í fullum gangi. Á hverjum virkum degi eru dregnir út heppnir þátttakendur sem hafa skráð sig til keppni og fær viðkomandi glaðning frá einum af styrktaraðilum Lífshlaupsins.
Nánar ...
06.02.2020

Undirritun viðaukasamnings

Undirritun viðaukasamnings Í dag undirrituðu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ viðaukasamning um 400 milljón króna framlag til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2020.
Nánar ...
05.02.2020

Lífshlaupið sett í morgun

Lífshlaupið sett í morgunMikil gleði ríkti í Skarðshlíðarskóla í morgun þegar Lífshlaupið var ræst í þrettánda sinn. Ingibjörg Magnúsdóttir skólastýra bauð gesti velkomna. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og Þráinn Hafsteinsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ ávörpuðu svo gesti áður en þau kepptu í skemmtilegum þrautm sem Ana og Viktor, íþróttakennarar skólans stýrðu af mikilli snilld. Blossi, lukkudýr ÍSÍ mætti á svæðið öllum til mikillar ánægju. Þegar að dagskrá lauk drifu nemendur og kennarar sig út og hlupu míluna sína. Skarðshlíðarskóli hefur frá haustinu 2018 farið út og hlaupið, gegnið eða skokkað daglega eina mílu. Verkefnið er að skoskri fyrirmynd og heitir „The Daily Mile“ en Skarðshlíðarskóli er fyrsti skólinn á Íslandi til að taka þátt í þessu alþjólega verkefni og óhætt er að segja að mikil ánægja með þátttökuna. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur skóla landsins til að taka upp þetta frábæra verkefni enda þykir það afar einfalt í framkvæmd. Tilvalið að skrá svo hreyfinguna í Lífshlaupið.
Nánar ...
04.02.2020

Gunnhildur Íþróttamaður ársins 2019 hjá HSH

Gunnhildur Íþróttamaður ársins 2019 hjá HSHGunnhildur Gunnarsdóttir var valin körfuknattleiksmaður og Íþróttamaður ársins 2019 hjá HSH. Gunnhildur hefur verið ein af allra bestu körfuboltakonum á Íslandi um langt skeið þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur leikið megnið af sínum ferli með Snæfell og er leikjafjöldi hennar með liðinu milli 400 og 500. Gunnhildur hefur unnið marga titla á sínum ferli og verið margoft í liði ársins. Gunnhildur á að baki 52 landsleiki, þar af 36 með A landsliði Íslands en hún hefur átt þar fast sæti síðan 2012. Nálgun Gunnhildar á íþróttinni er aðdáunarverð, ávallt lagt sig 100% fram, er sannur leiðtogi innan vallar sem utan, gefur mikið af sér og er frábær fyrirmynd.​
Nánar ...
04.02.2020

85 ára afmæli Umf. Grindavíkur

85 ára afmæli Umf. GrindavíkurÞað var mikið um dýrðir hjá Grindvíkingum um helgina þegar Umf. Grindavíkur fagnaði 85 ára afmæli félagsins og nýtt íþróttahús var formlega vígt.
Nánar ...