Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Fyrirmyndardeild ÍSÍ

10.02.2020

Frjálsíþróttadeild Ungmennafélags Selfoss fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ fimmtudaginn 6. febrúar síðastliðinn. Það var Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti Helga Sigurði Haraldssyni viðurkenninguna á aðalfundi deildarinnar í Tíbrá á Selfossi. Helgi Sigurður hefur verið formaður deildarinnar í 22 ár og þar með öll árin sem deildin hefur verið Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða frá árinu 2009. Þess má geta að allar deildir Ungmennafélags Selfoss eru Fyrirmyndardeildir ÍSÍ og því félagið í heild Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Sveitarfélagið Árborg styrkir allar deildir í sveitarfélaginu um 500.000 krónur á ári hafi þau þessa viðurkenningu.

Á myndinni eru þau Ragnhildur og Helgi Sigurður.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.

Umsjón með verkefninu hefur Viðar Sigurjónsson (vidar@isi.is), skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Lesa má meira um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hér.

Lesa má meira um Fyrirmyndarhérað ÍSÍ hér.