Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
20

16.09.2019

Göngum í skólann verkefnið

Göngum í skólann verkefniðGöngum í skólann er enn í fullum gangi. Tilvalið er að hvetja börnin til að velja sér virkan ferðamáta í skólann strax í byrjun skólaárs. Mikilvægt er að fara vel yfir umferðarreglur með börnunum en hægt er að fara á umferðarvefinn www.umferd.is sem er fræðsluvefur um umferðarmál fyrir nemendur í grunnskóla, kennara og foreldra. Vefurinn er til þess fallinn að auka áhuga á umferðaröryggi í skólastarfinu. Þar að auki er mikilvægt að ökumenn gæti sérstakrar varúðar í nálægð við skóla- og íþróttasvæði.
Nánar ...
12.09.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum.
Nánar ...
11.09.2019

Ólympíufari og afreksíþróttakona í framkvæmdastjórn ÍSÍ

Ólympíufari og afreksíþróttakona í framkvæmdastjórn ÍSÍDominiqua Alma Belányi og Þórey Edda Elísdóttir stunduðu báðar íþróttir af krafti frá unga aldri. Þórey Edda keppti þrívegis á Ólympíuleikum og Dominiqua á Evrópu- og heimsmeistaramótum. Nú sitja þær í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Í nýjasta blaði ÍSÍ frétta er viðtal við þær og má lesa blaðið hér.
Nánar ...
10.09.2019

Göngum í skólann - Saga frá skóla

Göngum í skólann - Saga frá skólaGöngum í skólann 2019 fer vel af stað en alls 71 skóli er skráður til þátttöku í verkefninu í ár. Víkurskóli sendi nýlega inn frásögn og myndir á vefsíðu verkefnisins www.gongumiskolann.is, en þátttökuskólar eru hvattir til þess að senda myndir, frásagnir og/eða myndbönd af verkefninu.
Nánar ...
10.09.2019

Verðlaunapeningar í Tókýó 2020

Verðlaunapeningar í Tókýó 2020Næstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Tókýó er nú í annað sinn gestgjafi leikanna, en leikarnir fóru fram í borginni árið 1964. 11.000 íþróttamenn frá 200 þjóðum munu keppa í 33 íþróttagreinum á Ólympíuleikunum og verða 339 gullverðlaun veitt að þessu sinni. Nýlega voru verðlaunapeningar Ólympíuleikanna 2020 kynntir og fylgir mynd af þeim með fréttinni.
Nánar ...
09.09.2019

#BeActive dagurinn

#BeActive dagurinnBeActive dagurinn fór fram í Laugardalnum 7. september sl. í tilefni af Íþróttaviku Evrópu sem fer fram 23. – 30. september. Það var mikið um að vera í Laugardalnum en gestir og gangandi fengu að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem Qigong, parkour, aquazumba, frjálsar íþróttir, frisbígolf, rathlaup, krikket, zumba, götuhokkí, sundknattleik, ruðning og handstöðu- og movement kennslu. Leikhópurinn Lotta skemmti yngstu kynslóðinni og Húlladúllan kenndi ungum og öldnum að húlla.​ Coca-Cola European Partners Ísland ehf gaf topp.
Nánar ...
09.09.2019

ÍSÍ fréttir - September 2019

ÍSÍ fréttir - September 2019Í dag kemur út nýtt blað af ÍSÍ fréttum. Konur eru áberandi í blaðinu að þessu sinni, en í blaðinu má lesa viðtöl við íslenskar afreksíþróttakonur og Ólympíufara og afreksíþróttakonu sem gegna stjórnarstörfum í dag. Íslenskt afreksíþróttafólk sem stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 segir frá lífi sínu þessa dagana þegar að allt er lagt undir til þess að ná inn á leikana. Farið er yfir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og stórafmæli hlaupsins í ár, ásamt þeim fræðsluverkefnum sem næst eru á dagskrá hjá ÍSÍ. Ýmislegt fleira er í blaðinu sem gaman er að skoða.
Nánar ...
06.09.2019

#BeActive dagurinn á morgun

#BeActive dagurinn á morgunÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur í annað sinn #BeActive daginn í Laugardalnum á morgun laugardaginn 7. september, frá kl. 10-16. Það verður mikið um að vera í Laugardalnum þennan dag en ásamt ýmsum viðburðum á #BeActive daginn þá spilar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu við Moldóvu kl. 16. Leikhópurinn Lotta mætir á svæðið og boðið verður upp á Topp og Kvennahlaup ásamt fleiri glaðningum. Það er því tilvalið að kíkja í Laugardalinn á morgun og prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu. Búið er að færa mikið af viðburðum inn, þannig að veðrið ætti ekki að hafa áhrif.
Nánar ...
03.09.2019

Íþróttasjóður auglýsir eftir umsóknum

Íþróttasjóður auglýsir eftir umsóknumStyrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að aukinni þátttöku barna af erlendum uppruna. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.
Nánar ...