Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

20.03.2020

Hreyfing er góð fyrir heilsuna

Hreyfing er góð fyrir heilsunaÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk til að halda áfram að huga vel að almennri hreyfingu. Rannsóknir staðfesta að hreyfing er einn af lykiláhrifaþáttum heilbrigðis á öllum æviskeiðum. Þeir sem hreyfa sig eru líklegri til að vera heilsuhraustari og líða betur andlega, líkamlega og félagslega. Hægt er að hreyfa sig úti í náttúrunni og ekki í náinni snertingu við annað fólk. Dagleg hreyfing fullorðins fólks ætti að vera a.m.k. 30 mínútur á dag skv. ráðleggingum frá Embætti landlæknis og börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag. Fullorðnir eru mikilvæg fyrirmynd sem getur haft mikið að segja um hversu mikið börn og ungt fólk hreyfir sig.
Nánar ...
19.03.2020

Kveikt á Ólympíukyndlinum

Kveikt á ÓlympíukyndlinumÍ dag, þann 19. mars, fór fram látlaus athöfn án áhorfenda á Panathenaic leikvanginum í Ólympíu í Grikklandi þegar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 tók við Ólympíukyndlinum úr höndum Grikkja. Á þeim leikvangi voru fyrstu nútímaleikarnir haldnir árið 1896 og hefur skapast hefð fyrir því að afhenda skipulagsnefnd þeirrar þjóðar sem heldur leikana Ólympíukyndilinn við hátíðlega athöfn.
Nánar ...
19.03.2020

Bæklingur um trans börn

Bæklingur um trans börnÚt er kominn bæklingur um íþróttaiðkun trans barna, en á síðustu árum hefur þó nokkur fjöldi barna á öllum aldri verið að stíga fram sem trans. Mikilvægt er að huga vel að aðgengi þessa hóps að íþróttastarfi, taka vel á móti þeim og huga vel að þeirra sérstöðu. Bæklingurinn er hugsaður til upplýsinga fyrir foreldra, þjálfara og aðra sem að íþróttastarfinu koma. Bæklingurinn var unnin m.a. í samstarfi við Samtökin 78, Trans Ísland og Trans vini. Bæklingurinn er fyrst og fremst leiðbeinandi og tekur til barna að 12 ára aldri eða fyrir kynþroska. Bæklinginn má nálgast í prentaðri útgáfu á skrifstofu ÍSÍ og í rafrænni útgáfu á vefsíðu ÍSÍ.
Nánar ...
18.03.2020

Fundur IOC og Ólympíunefnda Evrópu

Fundur IOC og Ólympíunefnda EvrópuForseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Thomas Bach, hefur síðustu tvo daga átt fjarfundi með fulltrúum alþjóðasérsambanda, öllum 206 Ólympíunefndunum heimsins, fulltrúum íþróttafólks, Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (IPC) og öðrum hagsmunaaðilum, í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó 2020.
Nánar ...
18.03.2020

Hvað gerir íslenskt afreksíþróttafólk í stöðunni?

Hvað gerir íslenskt afreksíþróttafólk í stöðunni?Á ​Instagram síðu ÍSÍ, @isiiceland, hefur sjónum verið beint að íslensku afreksíþróttafólki undanfarna mánuði. Fólk hefur fengið innsýn í daglegt líf afreksíþróttafólks sem margt hvert keppir um að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í júlí á þessu ári.
Nánar ...
17.03.2020

Sports in Iceland and Covid-19

Sports in Iceland and Covid-19The Directorate of Health, the Chief Epidemiologist and the Civil Protection Department has stated to ÍSÍ that due to difficulty organizing work in preschools and elementary schools, in accordance with the rules currently in force regarding a four week ban on public events taking effect 16th of March, that guidelines for youth participation in sports have not been completed. Thus, there will be disruption in sports activities over the next few days until sports clubs, the school community and municipalities have come up with solutions that will apply for the next four weeks.
Nánar ...
17.03.2020

Starfsskýrslur ÍSÍ og UMFÍ

Starfsskýrslur ÍSÍ og UMFÍÍ ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar í samfélaginu þessa stundina og þá ekki síst samkomubannsins sem hamlar því að einingar í íþróttahreyfingunni ljúki sínum aðalfundum og ársþingum, þá hefur ÍSÍ og UMFÍ ákveðið að framlengja frest til að skila inn starfsskýrslum í Felix til 1. júní nk.
Nánar ...
17.03.2020

Valdís í 7. sæti í Suður-Afríku

Valdís í 7. sæti í Suður-AfríkuValdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó í júlí nk. Valdís keppir út um allan heim um þessar mundir og nú síðast í Suður-Afríku sl. helgi þar sem hún náði sínum besta árangri á árinu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og var Valdís í baráttu um sigurinn en endaði í 7.-13. sæti mótsins á tveimur höggum undir pari. Alice Hewson frá Englandi sigraði mótið á fimm höggum undir pari. Er þetta í fjórða skipti sem Valdís Þóra er á meðal tíu efstu kylfinga á Evrópumótaröðinni.
Nánar ...
16.03.2020

Guðlaug Edda nælir í dýrmæt Ólympíustig

Guðlaug Edda nælir í dýrmæt ÓlympíustigGuðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarmeistari, stefnir á að taka þátt í ólympískri þríþraut á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Í ólympískri þríþraut eru syntir 1500 metrar, 40 kílómetrar hjólaðir og 10 kílómetrar hlaupnir.
Nánar ...
16.03.2020

Ísland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dag

Ísland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dagÍsland á iði í 28 daga - 30 mínútur á dag er facebooksíða þar sem ÍSÍ mun setja inn fjölbreytta hreyfingu, fróðleik, myndir, myndbönd og almenna skemmtun sem mun nýtast öllum þeim sem áhuga hafa í þær 4 vikur sem samkomubannið er við líði.
Nánar ...
16.03.2020

Nú er tíminn til að skrá hreyfingu sína

Nú er tíminn til að skrá hreyfingu sínaÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fólk til að huga vel að almennri hreyfingu í þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna Covid-19. ÍSÍ bendir á verkefnið Lífshlaupið sem er í gangi allt árið, en það er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa og allra landsmanna.
Nánar ...