Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Valdís í 7. sæti í Suður-Afríku

17.03.2020

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó í júlí nk. Valdís keppir út um allan heim um þessar mundir og nú síðast í Suður-Afríku sl. helgi þar sem hún náði sínum besta árangri á árinu. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og var Valdís í baráttu um sigurinn en endaði í 7.-13. sæti mótsins á tveimur höggum undir pari. Alice Hewson frá Englandi sigraði mótið á fimm höggum undir pari. Er þetta í fjórða skipti sem Valdís Þóra er á meðal tíu efstu kylfinga á Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra er á Instagram hér @valdisthora.