Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

20.03.2019

UMSS Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

UMSS Fyrirmyndarhérað ÍSÍÁrsþing Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) var haldið í Húsi frítímans á Sauðárkróki þriðjudaginn 19. mars síðastliðinn. Alls voru 43 þingfulltrúar mættir af 60 mögulegum. Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar, sumar með áorðnum breytingum í nefndum eða í þingsal. Stjórn UMSS var öll kjörin áfram til starfa fyrir sambandið.​
Nánar ...
20.03.2019

30 ára afmæli Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ

30 ára afmæli Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands leitar að fólki og efni í heimildarþátt sem framleiddur verður í tilefni af því að í ár verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið í þrítugasta skipti. ÍSÍ leitar að aðilum sem ættu erindi í þáttinn sem viðmælendur, einhverjum sem hafa tekið þátt í mörg ár, í gegnum nokkrar kynslóðir eða annað sem merkilegt þykir.
Nánar ...
20.03.2019

Hádegisfundur í dag - Svefn og íþróttir

Hádegisfundur í dag - Svefn og íþróttirHádegisfundur um svefn og íþróttir fer fram í dag miðvikudaginn 20. mars frá kl.12:00 - 13:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Rannsóknir á svefni ungmenna á undanförnum árum hafa gefið vísbendingar um að þau séu ekki að sofa nægjanlega mikið. Hvernig standa þá krakkar sem eru að mæta á morgunæfingar hjá íþróttafélögum er kemur að gæðum svefns? Af hverju er svona mikilvægt að ná fullum svefni? Fundurinn er opinn og er haldinn í samstarfi ÍSÍ og deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda innan menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Dr. Erlingur Jóhannesson mun fjalla um mikilvægi svefns og hvað á sér stað í líkamanum á meðan við sofum. Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir kynnir niðurstöður rannsókna á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir mun svo veita innsýn og reynslu afrekssundkonu á málefnið. Opið verður fyrir umræður í lokin. Hádegisfundinum verður streymt á facebook síðu ÍSÍ.
Nánar ...
18.03.2019

Heiðranir á þingi HSK

Heiðranir á þingi HSKÁ héraðsþingi HSK á Laugalandi þann 14. mars sl. voru tveir einstaklingar af sambandssvæði HSK heiðraðir af hálfu ÍSÍ fyrir þeirra störf fyrir hreyfinguna.
Nánar ...
18.03.2019

120 manns á héraðsþingi HSK

120 manns á héraðsþingi HSKHéraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) var haldið á Laugalandi í Holtum fimmtudaginn 14. mars sl. Um 120 manns mættu á þingið. Stjórn HSK lagði fram 17 tillögur og voru þær allar samþykktar, en nokkrum þeirra var breytt í meðförum þingsins. Þinggerð mun birtast hér á vef HSK á næstu dögum. Engar breytingar urðu á stjórn sambandsins, en allir stjórnar- og varastjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.
Nánar ...
18.03.2019

Ársþing HSH - Gull- og Silfurmerki ÍSÍ veitt

Ársþing HSH - Gull- og Silfurmerki ÍSÍ veitt79. þing Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) fór fram í Grunnskóla Stykkishólms þann 14. mars sl. 32 fulltrúar sátu þingið frá 11 félögum af 13. Meðal þess sem var rætt á þinginu var hlutverk og tilgangur HSH. Góðar umræður sköpuðust á þinginu og samþykkt að halda vinnustofu í haust með aðildarfélögum, sveitarfélögunum og íbúum á sambandssvæðinu um hlutverk og verkefni í samræmi við umræður á þinginu.
Nánar ...
18.03.2019

Jafnréttisáætlanir - Íþróttafélög til fyrirmyndar

Jafnréttisáætlanir - Íþróttafélög til fyrirmyndarJafnréttisstofa hefur eftirlit með framkvæmd laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Eftirlitið felst m.a. í innköllun jafnréttisáætlana þar sem m.a. þarf að koma fram hvernig staðið er að forvörnum til að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.
Nánar ...
15.03.2019

Dwight Phillips hélt flottan fyrirlestur

Dwight Phillips hélt flottan fyrirlestur Í dag, föstudaginn 15. mars, hélt Dwight Phillips margverðlaunaður langstökkvari fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík. Það var fjölmennt á fyrirlestrinum og ljóst að mikill áhugi er fyrir því að heyra hvernig margfaldur heims- og Ólympíumeistari fór að því að ná eins langt og hann gerði. Phillips fór yfir þær aðferðir sem hann beitti á sínum ferli. Hann talaði um sjö ráð, m.a. alltaf hafa trú á sjálfum sér sama hvað aðrir segja, vinna í markmiðum sínum dag og nótt og aldrei að láta mótlætið stoppa sig. Að loknum fyrirlestrinum svaraði hann spurningum frá viðstöddum. Fyrirlesturinn var á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskólans í Reykjavík.
Nánar ...
15.03.2019

Fyrirlestur í hádeginu í dag

Fyrirlestur í hádeginu í dagÍ dag, föstudaginn 15. mars, kl. 12:10 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík mun Dwight Phillips, einn fremsti frjálsíþróttamaður heims fyrir nokkrum árum, halda fyrirlestur um þær aðferðir sem hann beitti til að verða heims- og Ólympíumeistari. Hann mun tala um þætti eins og að trúa á sjálfan sig, að fylgja áætlun, að finnast vænt um markmiðin sín, að vera heiðarlegur við sjálfan sig, að fjárfesta í sjálfum sér, að vera dugleg/ur og aldrei að gefast upp. Hann heldur því fram að þeir sem nái árangri einblíni á ákveðna þætti til að ná markmiðum sínum. Fyrirlesturinn er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Háskólans í Reykjavík.
Nánar ...
14.03.2019

Svefn og íþróttir - Hádegisfundur

Svefn og íþróttir - HádegisfundurHádegisfundur um svefn og íþróttir fer fram miðvikudaginn 20. mars frá kl.12:00 - 13:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Rannsóknir á svefni ungmenna á undanförnum árum hafa gefið vísbendingar um að þau séu ekki að sofa nægjanlega mikið. Hvernig standa þá krakkar sem eru að mæta á morgunæfingar hjá íþróttafélögum er kemur að gæðum svefns? Af hverju er svona mikilvægt að ná fullum svefni? Fundurinn er opinn og er haldinn í samstarfi ÍSÍ og deildar heilsueflingar, íþrótta og tómstunda innan menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Dr. Erlingur Jóhannesson mun fjalla um mikilvægi svefns og hvað á sér stað í líkamanum á meðan við sofum. Dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir kynnir niðurstöður rannsókna á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir mun svo veita innsýn og reynslu afrekssundkonu á málefnið.
Nánar ...
14.03.2019

Karatedeild Ungmennafélagsins Aftureldingar Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Karatedeild Ungmennafélagsins Aftureldingar Fyrirmyndardeild ÍSÍKaratedeild Ungmennafélagsins Aftureldingar fékk endurnýjun viðurkenningar deildarinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ á aðalfundi deildarinnar í Mosfellsbæ 11. mars sl. Það var Þráinn Hafsteinsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti deildinni viðurkenninguna. Aðalstjórn félagsins stefnir að því að gera allar deildir að Fyrirmyndardeildum og þar með félagið í heild sinni að Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ.
Nánar ...