Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

26.03.2018

Gunnar endurkjörinn formaður ÍS

Gunnar endurkjörinn formaður ÍSÁrsþing Íþróttabandalags Suðurnesja 2018 var haldið 22. mars sl. í Víðisheimilinu í Garði. Formaður ÍS, Gunnar Jóhannsson setti þingið og gengið var til formlegrar dagskrár. Þinggerð síðasta ársþings var lesin upp og samþykkt og að því loknu flutti formaður skýrslu stjórnar og gjaldkeri þess, Halldór E. Smárason reikningana, sem samþykktir voru einróma. Gunnar var endurkjörinn formaður til næsta starfsárs. Þingið sóttu 12 fulltrúar frá sex af níu aðildarfélögum ÍS og gerðu fulltrúar þessara félaga stuttlega grein fyrir starfi sinna félaga á síðasta starfsári. Sigríður Jónsdóttir sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.
Nánar ...
26.03.2018

Áhugaverð myndbönd á Ólympíustöðinni

Áhugaverð myndbönd á Ólympíustöðinni Ólympíustöðin er ókeypis vettvangur sem sýnir beint frá íþróttaviðburðum, er með nýjustu fréttir og býður upp á útsendingar tileinkaða íþróttum og íþróttamönnum allt árið um kring. Stöðin leggur áherslu á afreksíþróttamenn og þeirra leið að meiri árangri.
Nánar ...
23.03.2018

Samningur ÍSÍ og Air Iceland Connect

Samningur ÍSÍ og Air Iceland ConnectÍSÍ og Air Iceland Connect (AIC) hafa undirritað samning um afsláttarkjör á innanlandsflugi fyrir íþróttahreyfinguna. Samningurinn gildir til 15. desember 2018. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Grímur Gíslason forstöðumaður markaðs- og sölusviðs AIC undirrituðu samninginn formlega í gær í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal.
Nánar ...
23.03.2018

Opið fyrir starfsskýrsluskil

Opið fyrir starfsskýrsluskilBúið er að opna fyrir skil á starfsskýrslum í Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar ÍSÍ að skila inn starfsskýrslu til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert í gegnum Felix kerfið.
Nánar ...
22.03.2018

Vladmir Vanja Grbic, ólympíumeistari í blaki, heimsækir Ísland

Vladmir Vanja Grbic, ólympíumeistari í blaki, heimsækir ÍslandHelgina 23.-25. mars 2018 mun Vladimir Vanja Grbic vera með blakbúðir á Húsavík. Verkefnið er samstarfsverkefni blakdeildar Völsungs (Blakdeild Völsungs), BLÍ - Blaksamband Íslands og Special Olympics á Íslandi (Íþróttasamband fatlaðra) en Vladimir Grbic er „Global Ambassador volleyball" hjá Special Olympics.
Nánar ...
22.03.2018

Nám Alþjóðaólympíunefndarinnar á netinu

Nám Alþjóðaólympíunefndarinnar á netinuEftir íþróttaferilinn stendur mikið af íþróttafólki á tímamótum. Samkvæmt Aðgerðaráætlun Alþjóðaólympíunefndarinnar 2020 (Olympic Agenda 2020) er eitt aðalmarkmið nefndarinnar að efla stuðning við íþróttafólk innan og utan íþrótta og auka möguleika þeirra á atvinnuferli eftir íþróttaferilinn.
Nánar ...
21.03.2018

Heiðranir á ársþingi BLÍ

Heiðranir á ársþingi BLÍÁ ársþingi Blaksambands Íslands (BLÍ) sem fram fór 4. mars sl. var Stefán Jóhannsson varaformaður BLÍ sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu blakíþróttarinnar.
Nánar ...
19.03.2018

Hádegisfundur - Af hverju íþróttamælingar?

Hádegisfundur - Af hverju íþróttamælingar?Föstudaginn 23. mars kl: 12:10 mun Sveinn Þorgeirsson aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík fara yfir samstarf íþróttafræðisviðs HR og nokkurra sérsambanda innan ÍSÍ. Af hverju að framkvæma mælingar? Hverju eiga þær að skila? Hvað á að gera við gögnin? Hvernig fer samstarf háskóla og landsliðsþjálfara fram?
Nánar ...