Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

7

29.06.2017

Aldrei lognmolla í íþróttahreyfingunni

Aldrei lognmolla í íþróttahreyfingunniSumaríþróttagreinarnar eru nú í fullum gangi og framundan eru spennandi mót og viðburðir. Kvennalandsliðið í blaki stóð sig frábærlega á Evrópumóti smáþjóða en þær stóðu uppi sem sigurvegarar og veitir sá sigur þeim þátttökurétt í Evrópukeppni landsliða. Er það í fyrsta skipti sem íslenskt landslið í blaki öðlast keppnisrétt í riðlakeppni EM.
Nánar ...
28.06.2017

Evrópuleikarnir 2019

Evrópuleikarnir 2019Borgin Minsk í Hvíta-Rússlandi virðist vera vel í stakk búin til þess að halda Evrópuleikana 2019. Nokkur stórmót hafa verið haldin í Minsk síðastliðin ár, meðal annars ýmis Heimsmeistaramót og Evrópumeistaramót og eru íþróttaleikvangar og aðrar aðstæður til íþróttakeppni til fyrirmyndar.
Nánar ...
27.06.2017

Móttaka til heiðurs landsliði kvenna í blaki

Móttaka til heiðurs landsliði kvenna í blakiBlaksamband Íslands hélt móttöku í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær, til heiðurs kvennalandsliðinu og sögulegs árangurs þess á Evrópumóti smáþjóða. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ, ávarpaði landsliðið og gesti í móttökunni og bar þeim hamingjuóskir frá forseta og framkvæmdastjórn ÍSÍ. Hún færði einnig Fríðu Sigurðardóttur fyrirliða liðsins blómvönd en þetta var síðasta mót Fríðu með kvennalandsliði Íslands í blaki.
Nánar ...
26.06.2017

Ólympíudagurinn 23. júní

Ólympíudagurinn 23. júníÞann 23. júní var Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Hann er haldinn í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar 23. júní árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Í tilefni af afmælisdeginum er fólk hvatt til þess að hreyfa sig og takast á við nýjar áskoranir.
Nánar ...
23.06.2017

Golf og ruðningur áfram á Ólympíuleikum

Golf og ruðningur áfram á Ólympíuleikum Þessa dagana eru allar línur að skýrast hvað varðar Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Einnig standa skipuleggjendur Ólympíuleikanna í París og LA í ströngu, því borgirnar keppast um að halda leikana 2024. Útlit er fyrir að allar 28 íþróttagreinarnar sem keppt var í á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 verði einnig keppnisgreinar á leikunum í Tókýó 2020 og á leikunum 2024, en nýlega staðfesti framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar endanlega þá viðburði sem fara munu fram á leikunum í Tókýó. Viðburðadagskráin er töluvert breytt frá fyrri leikum, en þessi nýja dagskrá markar stórt skref í þróun Ólympíuleikanna. Breytingin verður til þess að hlutur kynjanna á leikunum jafnast, íþróttafólki fækkar og þar með minnkar umhverfisspor leikanna.
Nánar ...
22.06.2017

Felix námskeið um allt land

Felix námskeið um allt land Elías Atlason starfsmaður ÍSÍ sér um Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, ásamt öðrum tölvumálum hjá ÍSÍ. Hann hefur nú heimsótt öll héruð á landinu, samtals 25, og haldið námskeið í Felix með héraðssamböndum og deildum þeirra. Námskeiðin fóru fram í mars og apríl 2017. Þátttaka hefur verið misgóð en það hafa samtals 202 manns mætt á námskeiðin. Besta mætingin var á Siglufirði, Akureyri og hjá HSK. Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir sérsambönd ÍSÍ.
Nánar ...
21.06.2017

IOC fjallar um fæðubótarefni

IOC fjallar um fæðubótarefniNýverið fór fram þriggja daga fundur í höfuðstöðvum Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um fæðubótarefni, áhrif þeirra á heilsu og frammistöðu íþróttafólks og hættuna á lyfjamisnotkun. Fundinn sátu leiðandi sérfræðingar á sviði læknisfræði og vísinda sem heilbrigðisráðið innan Alþjóðaólympíunefndarinnar (Medical and Scientific Commission) fékk til liðs við sig til að vekja athygli og móta stefnu á málefninu.
Nánar ...
20.06.2017

Sumarfjarnám ÍSÍ

Sumarfjarnám ÍSÍSumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs er nú komið í fullan gang. Um 50 nemendur eru í fjarnáminu að þessu sinni og eru þeir búsettir vítt og breytt um landið og koma frá fjölmörgum íþróttagreinum. Aldursdreifing nemenda er líka nokkuð mikil að þessu sinni þar sem nemendur eru allt frá 16 ára og að sextugsaldri. Sem dæmi um íþróttagreinar sem þátttakendur hafa áhuga á að þjálfa má nefna körfuknattleik, handknattleik, knattspyrnu, blak, skíðaíþróttir, fimleika, sund, jódó, skautaíþróttir, karate, hnefaleika, taekwondo, keilu og kajak- og kanóróður. Nám 1. stigs tekur 8 vikur og nám 2. stigs 5 vikur.
Nánar ...
18.06.2017

28. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í dag

28. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í dagSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og áttunda sinn í dag sunnudaginn 18. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu en gera má ráð fyrir að um 10.000 konur hafi tekið þátt á yfir 80 stöðum um allt land og víða erlendis. Í kringum 2.000 konur hlupu í Garðabænum, 1.000 í Mosfellsbæ, 200 á Akureyri og rúmlega 200 konur hlupu í Reykjanesbæ.
Nánar ...