Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

31.01.2017

Lífshlaupið hefst 1. febrúar

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar. Setningarhátíðin fer fram í Íþróttahúsi Holtaskóla í Reykjanesbæ að þessu sinni. Við þetta tækifæri verður jafnframt verkefninu Heilsueflandi samfélag ýtt úr vör í Reykjanesbæ.
Nánar ...
30.01.2017

Hópurinn sem fer til Erzurum

Hópurinn sem fer til ErzurumVetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Erzurum í Tyrklandi 12. – 17. febrúar. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tilnefningar frá Skíðasambandi Íslands og Skautasambandi Íslands um íþróttamenn, flokksstjóra og þjálfara til þátttöku á leikunum.
Nánar ...
27.01.2017

Fræðandi ráðstefna um lyfjamál

Fræðandi ráðstefna um lyfjamálÍ gær fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur stóðu fyrir ráðstefnunni, í samstarfi við HR, og var ráðstefnan hluti af WOW Reykjavik International Games 2017.
Nánar ...
26.01.2017

Heiðranir í Vestmannaeyjum

Heiðranir í VestmannaeyjumÞór Ísfeld Vilhjálmsson fyrrverandi formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ á uppskeruhátíð ÍBV 18. janúar síðastliðinn í Vestmannaeyjum​. Það var Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem afhenti Þór heiðursviðurkenninguna fyrir hönd ÍSÍ.
Nánar ...
26.01.2017

Undirbúningur hafinn fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Undirbúningur hafinn fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í 28. sinn þann 18. júní 2017. Undirbúningur fyrir hlaupið er í fullum gangi og á dögunum var undirritaður samstarfssamningur við Margt smátt ehf. um kaup á verðlaunapeningum fyrir Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2017. Það voru þau Hrönn Guðmundsdóttir sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og Árni Esra Einarsson frá Margt smátt ehf. sem undirrituðu samstarfssamninginn.
Nánar ...
24.01.2017

Skipting ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ 2017

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi 19. janúar sl. tillögur fjármálaráðs ÍSÍ um úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ sbr. hér neðar. Framlag á fjárlögum 2017 er nú 95,0 m.kr. sem er 10,0 m.kr. hækkun frá árinu 2016. Áhersla með styrknum er sem fyrr að vinna að því grundvallaráhersluatriði sem sett var í upphafi að hvert sérsamband fengi til framtíðar framlag til að standa undir nauðsynlegri þjónustu við sambandsaðila með rekstri eigin skrifstofu. Á árinu 2016 var stofnað eitt nýtt sérsamband, Þríþrautarsamband Íslands, og sérsamböndin því orðin alls 32 talsins.
Nánar ...
20.01.2017

Viðurkenningar veittar í Vestmannaeyjum

Viðurkenningar veittar í VestmannaeyjumBáðar deildir ÍBV íþróttafélags, knattspyrnudeild og handknatttleiksdeild, fengu endurnýjun viðurkenninga deildanna sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á viðburði Íþróttabandalags Vestmannaeyja miðvikudaginn 17. janúar sl.
Nánar ...
18.01.2017

Hádegisfundur - Að leysa úr samskiptavanda

Hádegisfundur - Að leysa úr samskiptavandaÍSÍ stendur fyrir hádegisfundi þriðjudaginn 24. janúar kl.12:00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar. Þar mun Björg Jónsdóttir frá Erindi segja frá tilboði sem íþróttafélögum stendur til boða ef upp koma samskiptavandamál, eins og eineltismál. Erindi býður upp á ókeypis ráðgjöf, fræðslu og aðstoð við gerð eineltisáætlunar fyrir íþróttafélög. Með Björgu á fundinum verður Dagný Kristinsdóttir formaður Aftureldingar en félagið er fyrsta félagið til að skrifa undir samstarfssamning við Erindi. Fjármagnið sem Erindi hefur til umráða er takmarkað og því gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Skráning fer fram hér. Aðgangur er ókeypis. Sent verður út beint frá fundinum á facebook síðu ÍSÍ.
Nánar ...
16.01.2017

Astmi og íþróttir

Astmi og íþróttirHægt er að lesa sér til um astma og íþróttaiðkun í bæklingnum Astmi og íþróttir sem ÍSÍ og Astma- og ofnæmisfélag Íslands gaf út árið 2014.
Nánar ...