Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Skipting ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ 2017

24.01.2017

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi 19. janúar sl. tillögur fjármálaráðs ÍSÍ um úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ sbr. hér neðar. Framlag á fjárlögum 2017 er nú 95,0 m.kr. sem er 10,0 m.kr. hækkun frá árinu 2016. Áhersla með styrknum er sem fyrr að vinna að því grundvallaráhersluatriði sem sett var í upphafi að hvert sérsamband fengi til framtíðar framlag til að standa undir nauðsynlegri þjónustu við sambandsaðila með rekstri eigin skrifstofu. Á árinu 2016 var stofnað eitt nýtt sérsamband, Þríþrautarsamband Íslands, og sérsamböndin því orðin alls 32 talsins.

Styrkirnir eru greiddir út í þrennu lagi. Fyrsta greiðsla 30. mars n.k., önnur greiðsla 30. júlí n.k. og lokagreiðsla 30. nóvember. Lokagreiðslan er háð skilum á fjárhagslegu uppgjöri og greinargerð um nýtingu styrksins.

Sérsamband        Upphæð
Akstursíþróttasamband Íslands      2.800.000
Badmintonsamband Íslands 3.200.000
Blaksamband Íslands  3.200.000
Borðtennissamband Íslands  2.800.000
Dansíþróttasamband Íslands 3.200.000
Fimleikasamband Íslands          3.600.000
Frjálsíþróttasamband Íslands        3.600.000
Glímusamband Íslands        1.700.000
Golfsamband Íslands 3.600.000
Handknattleikssamband Íslands  3.600.000
Hjólreiðasamband Íslands  2.800.000
Hnefaleikasamband Íslands  2.800.000
Íshokkísamband Íslands         3.200.000
Íþróttasamband fatlaðra         1.800.000
Júdósamband Íslands  3.000.000
Karatesamband Íslands          3.000.000
Keilusamband Íslands     2.800.000
Knattspyrnusamband Íslands     3.600.000
Kraftlyftingasamband Íslands    2.800.000
Körfuknattleikssamband Íslands  3.600.000
Landssamband hestamannafélaga 3.600.000
Lyftingasamband Íslands  2.000.000
Mótorhjóla- og snjósl.samband Íslands  3.000.000
Siglingasamband Íslands       2.800.000
Skautasamband Íslands         2.800.000
Skíðasamband Íslands        3.200.000
Skotíþróttasamband Íslands  3.000.000
Skylmingasamband Íslands  2.800.000
Sundsamband Íslands 3.600.000
Taekwondósamband Íslands 3.000.000
Tennissamband Íslands       2.800.000

Þríþrautarsamband Íslands 

Samtals

1.700.000 

95.000.000