Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

21.09.2017

Verðlaunapeningar PyeongChang 2018

Verðlaunapeningar PyeongChang 2018XXIII Vetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018. Verðlaunapeningarnir, sem afhentir verða því íþróttafólki sem kemst á verðlaunapall á leikunum, voru kynntir á dögunum á hátíð sem haldin var í Seoul við tilefnið.
Nánar ...
18.09.2017

Hjólum í skólann - Evrópsk samgönguvika

Hjólum í skólann - Evrópsk samgönguvikaUm helgina hófst Evrópsk samgönguvika 2017 og stendur hún frá 16. til 22. september ár hvert. Vikan er samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur en evrópskur vefur átaksins er mobilityweek.eu.
Nánar ...
15.09.2017

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september

Í dag er ein vika þar til Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin víðsvegar um álfuna, vikuna 23. – 30. september nk. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
14.09.2017

Hjólum í skólann 2017

Hjólum í skólann 2017Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir hvatningarverkefninu Hjólum í skólann 2017 þar sem framhaldsskólanemendur og starfsfólk framhaldsskólanna eru hvatt til að nota virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla. Virkur ferðamáti felst í því að nýta sitt eigið afl til að ferðast með því að ganga, hjóla, nota hjólabretti eða línuskauta en einnig má nýta sér strætó til samgangna. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Nánar ...
14.09.2017

Göngum í skólann í fullum gangi

Göngum í skólann í fullum gangiSkráning í Göngum í skólann 2017 gengur mjög vel og nú þegar er búið að jafna þann fjölda skóla sem skráðu sig til þátttöku í fyrra, en þá tóku 67 skólar þátt. Hægt verður að skrá grunnskóla til þátttöku fram að hinum alþjóðlega Göngum í skólann degi sem er 4. október nk.
Nánar ...
13.09.2017

Þjálfaramenntun ÍSÍ – frábær kostur fyrir alla áhugasama !

Þjálfaramenntun ÍSÍ – frábær kostur fyrir alla áhugasama !Menntakerfi ÍSÍ fyrir íþróttaþjálfara hefur verið til í fjölda ára og ásókn í námið hefur verið mikil. ÍSÍ heldur utan um þann hluta námsins sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og sérgreinaþátturinn er svo á herðum sérsambanda ÍSÍ. Nemendur eru mjög ánægðir með námið og telja það frábæran kost til að styrkja þekkingu þeirra og hæfni sem þjálfara á hinum ýmsu aldursstigum. Hér að neðan eru dæmi um ummæli nemenda um námið og skipulag þess:
Nánar ...
12.09.2017

Fyrrum forseti ÍSF sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Fyrrum forseti ÍSF sæmdur Gullmerki ÍSÍÞann 31. ágúst sl. samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ einróma að sæma Petur Elias Petersen, fyrrum forseta Íþróttasambands Færeyja, Gullmerki ÍSÍ fyrir hans góða stuðning við íslenska íþróttahreyfingu. Merkið afhenti Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ Petri Eliasi í kvöldverðarboði sem ÍSÍ bauð til í Færeyjum sunnudaginn 10. september sl.
Nánar ...
12.09.2017

Norrænn fundur íþrótta- og ólympíusamtaka

Norrænn fundur íþrótta- og ólympíusamtakaÁrlegur norrænn fundur íþróttasamtaka og ólympíunefnda á Norðurlöndum fór fram í Færeyjum dagana 8.-10. september. Dagskrá fundarins var þétt skipuð erindum og umfjöllunum um sameiginleg hagsmunamál samtakanna sem og þær áskoranir sem norræn íþrótta- og ólympíusamtök standa frammi fyrir í dag og í framtíðinni.
Nánar ...