Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.02.2018 - 10.02.2018

Ársþing KSÍ

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður...
13.02.2018 - 13.02.2018

Ársþing UMSK

Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings...
18.02.2018 - 18.02.2018

Ársþing KRAFT

Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands verður...
22

Fyrrum forseti ÍSF sæmdur Gullmerki ÍSÍ

12.09.2017

Þann 31. ágúst sl. samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ einróma að sæma Petur Elias Petersen, fyrrum forseta Íþróttasambands Færeyja, Gullmerki ÍSÍ fyrir hans góða stuðning við íslenska íþróttahreyfingu. Merkið afhenti Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ Petri Eliasi í kvöldverðarboði sem ÍSÍ bauð til í Færeyjum sunnudaginn 10. september sl. Forseti Íþróttasambands Færeyja, Elin Heðinsdóttir Joensen, Petur Mittún framkvæmdastjóri og Jarvin Feilberg íþróttafulltrúi voru einnig viðstödd heiðrunina, sem og fulltrúar úr stjórn ÍSÍ.

Petur Elias var forseti Íþróttasambands Færeyja í sex ár, frá árinu 2010-2016 en hann hafði þá setið í stjórn sambandsins frá árinu 1995 og gegnt embætti ritara í mörg ár og síðar embætti varaforseta þar til hann tók við sem forseti. Petur Elias var í embættum sínum innan íþróttahreyfingarinnar í Færeyjum virkur í mörgum nefndum og ráðum og einnig virkur í alþjóðastarfi. 

ÍSÍ hefur í gegnum tíðina átt frábært samstarf við Petur Elias og með viðurkenningunni er honum þakkað fyrir það góða samstarf og vinarþel sem hann hefur sýnt ÍSÍ og Íslendingum.