Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Verðlaunapeningar PyeongChang 2018

21.09.2017

XXIII Vetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018. Verður það í annað sinn sem Suður-Kórea heldur Ólympíuleika, en Sumarólympíuleikarnir 1988 fóru fram í Seoul.

Verðlaunapeningarnir, sem afhentir verða því íþróttafólki sem kemst á verðlaunapall á leikunum, voru kynntir á dögunum á hátíð sem haldin var í Seoul við tilefnið. Hönnun verðlaunapeninganna tekur mið af áferð trjábola, en í Kóreu standa tré fyrir þá vinnu sem farið hefur í að þróa kóreska menningu. Hönnuður verðlaunapeninganna, Lee Suk-woo, vandaði vel til verksins, en hann sá um að hvert smáatriði myndi fanga kóreska menningu og hefðir ásamt ólympískum gildum. Þyngd verðlaunapeninganna er mismikil eftir tegund, gull er þyngst 586 grömm og brons er léttast 493 grömm. Samtals hafa 259 sett af verðlaunapeningum verið gerð.  

Öll mannvirki í PyeongChang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn spenntir fyrir því að halda leikana eftir tæpa fimm mánuði.

Hér má sjá vefsíðu leikanna.

Hér má sjá Facebook-síðu leikanna.