Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

14.08.2014

Nanjing 2014 - Sunneva Dögg verður fánaberi

Nanjing 2014 - Sunneva Dögg verður fánaberiÓlympíuleikar ungmenna verða settir að kvöldi laugardagsins 16. ágúst nk. og fer setningarhátíðin fram á glæsilegum leikvangi sem einnig mun hýsa keppni í frjálsíþróttum á leikunum. Tekur völlurinn 26.000 manns í sæti. Fánaberi Íslands verður Sunneva Dögg Friðriksdóttir, keppandi í sundi.
Nánar ...
08.08.2014

Bók um næringafræði í íþróttum og heilsurækt komin út

Út er komin bókin Góð næring - betri árangur í íþróttum og heilsurækt eftir Fríðu Rún Þórðardóttur. Bókin inniheldur aðgengilegar upplýsingar fyrir alla þá sem stunda íþróttir og aðra líkamsáreynslu og vilja auka næringatengda þekkingu sína óháð íþróttagrein eða getustigi.
Nánar ...
08.08.2014

Fundur vegna Ólympíuleika ungmenna

Fundur vegna Ólympíuleika ungmennaÍ dag var haldinn fundur með keppendum og foreldrum þeirra vegna Ólympíuleika ungmenna sem fara fram í Nanjing í Kina 16. - 28. ágúst. Á fundinum var farið yfir helstu atriði sem huga þarf að þegar að farið er í ferð eins og þessa. Það var góð mæting og greinilega hugur í íþróttafólkinu.
Nánar ...
07.08.2014

Sumarfjarnámi í þjálfaramenntun 1 og 2 að ljúka

Sumarfjarnám 1. og 2. stigs í þjálfaramenntun ÍSÍ er nú langt komið og einkunnir að detta inn hjá nemendum. Um 40 þjálfarar samtals munu ljúka námi ýmist á 1. eða 2. stigi að þessu sinni. Þjálfararnir sækja svo nám í sérgreinahluta hjá viðkomandi sérsambandi hverju sinni eða jafnvel hjá tveimur eða fleirum sérsamböndum kjósi aðilar að verða þjálfarar í fleiri en einni íþróttagrein. Almenna hlutann sem tekinn er hjá ÍSÍ þarf einungis að taka einu sinni enda er hann sá sami fyrir allar íþróttagreinar. Allir þjálfararnir fá þjálfaraskírteini frá ÍSÍ sent á heimilisfang eða koma með skírteinið til ÍSÍ og fá nýjan stimpil, einkunn og aðrar upplýsingar inn á skírteini sem þeir hafa fengið áður s.s. eftir 1. stig. Mikilvægt er að halda vel utan um skírteinin því að þau eru samræmd og allar upplýsingar eiga að fara inn á eitt og sama skírteinið. Gildir þar einu hvort um almennan hluta eða sérgreinahluta er að ræða sem og þjálfunarreynslu og skyndihjálparnámskið. Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 514-4000, 460-1467 og 863-1399.
Nánar ...
06.08.2014

Tvö ár í Ólympíuleika

Nú eru tvö ár þangað til Ólympíuleikarnir verða settir þann 5. ágúst í Ríó í Brasilíu. Þar munu bestu íþróttamenn veraldar keppa sín á milli á 17 dögum, 10.903 íþróttamenn frá 204 löndum. Þetta er í fyrsta skipti sem Ólympíuleikar eru haldnir í álfunni Suður- Ameríku.
Nánar ...
05.08.2014

300 dagar til stefnu

300 dagar til stefnuÍ dag eru 300 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Að því tilefni eru tvær nýjar myndir úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birtar til viðbótar við þær fimm sem nú þegar hafa verið birtar, ásamt persónulegum viðtölum við íþróttafólkið á myndunum. Viðtölin má sjá á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015, www.iceland2015.is, undir „Náttúrulegur kraftur“.
Nánar ...