Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Nanjing 2014 - Sunneva Dögg verður fánaberi

14.08.2014

Ólympíuleikar ungmenna verða settir að kvöldi laugardagsins 16. ágúst nk. og fer setningarhátíðin fram á glæsilegum leikvangi sem einnig mun hýsa keppni í frjálsíþróttum á leikunum.  Tekur völlurinn 26.000 manns í sæti.

Fánaberi Íslands verður Sunneva Dögg Friðriksdóttir, keppandi í sundi.

Keppni íslenska hópsins hefst degi fyrir setningarhátíðina, en drengjalandslið Íslands í knattspyrnu (U15) leikur þá á móti liði Hondúras.  Hefst leikurinn kl. 18:00 á staðartíma eða kl. 10:00 á íslenskum tíma.

Keppni í sundi hefst sunnudaginn 17. ágúst og keppir Kristinn Þórarinsson á fyrsta degi.